Örlagaþræðir
Það reyndist Annie Leifs örlagarík ákvörðun að ganga í hjónaband með ungum fátækum listamanni frá Íslandi. Þessi ákvörðun mótaði erfitt líf hennar og varð til þess að hún flutti á endanum til Íslands þar sem hún barðist fyrir því að reist yrði klaustur í minningu dóttur sinnar. Við kynnum okkur líf píanóleikarans Annie Leifs, sem var fyrsta eiginkona tónskáldsins Jóns Leifs.
Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir.