...og þessi galdur

Þáttur um líf og list Arnars Jónssonar leikara sem fékk heiðursverðlaun Grímunnar árið 2023

Arnar Jónsson hóf nám við leiklistarskóla Þjóðleikhússins árið 1962 og þegar árið 1963 stóð hann á leiksviðinu í titilhlutverki leikverksins Gísl eftir Brendan Behan, síðan þá hefur Arnar túlkað vel á annað hundrað persónur í stórum og smáum hlutverkum. Þá er Arnar Jónsson annálaður upplesari og nýverið kom út tvöföld hljómplata með ljóðalestri hans, Ljóðastund með Arnari.

Í þættinum er rætt við Arnar um hina hverfulu list leikarans, leit hans kjarna hvers hlutverks í sjálfum sér og texta viðkomandi verks. Einnig segir Arnar frá tilraunum til marka leiklistinni nýjar brautir í samræmi við breyttar aðstæður í samfélaginu. Árið 1968 stofnaði hann ásamt fleira leiklistafólki Leiksmiðjuna, rannsóknarsmiðju um leiklist og erindi leikhússins. Fyrsta verkið sem Leiksmiðjan setti á svið var Galdra-Loftur Jóhanns Sigurjónssonar í leikstjórn Eyvindar Erlendssonar, sýning sem markaði þáttaskil í túlkun Lofts og fór Arnar með hlutverk Lofts. Síðar átti Arnar ásamt eiginkonu sinni, Þórhildi Þorleifsdóttur leikstjóra og fleirum eftir stofna Alþýðuleikhúsið gagnrýnið, framsækið leikhús sem fjalla skyldi um samtímann á listrænan hátt og vekja umræðu um þjóðfélagsmál. Fyrstu verk leikhússins voru Krummagull og Skollaleikur sem vöktu mikla athygli fyrir óvenju leikræna framsetningu, kröftuga og agaða stílfærslu sem og félagslegan boðskap.

Árið 1978 gekk Arnar til liðs við Þjóðleikhúsið sem fastráðinn leikari og starfaði þar til ársins 2013 þegar honum vegna aldurs var gert hætta. Arnar kvaddi áhorfendur sína með eftirminnilegum leik í einleiknum Sveinsstykki sem Þorvaldur Þorsteinsson skrifaði sérstaklega fyrir hann. Arnar var þó síður en svo sestur í helgan stein. Skemmst er minnast túlkunar hans á markgreifanum de Sade í leikriti Peter Weiss Marat Sade sem sýnt var í Borgarleikhúsinu í fyrra. Í ár fer Arnar með hlutverk Óðins í Eddu, jólasýningu Þjóðleikhússins sem sonur Arnars, Þorleifur Örn Arnarsson, leikstýrir.

Umsjón og dagskrárgerð: Jórunn Sigurðardóttir

Tæknimaður: Georg Magnússon

Lesari: Atli Sigþórsson

Frumflutt

24. des. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
...og þessi galdur

...og þessi galdur

Þáttur um líf og list Arnars Jónssonar leikara, heiðursverðlaunahafa Grímunnar 2023.

Umsjón: Jórunn Sigurðardóttir.

,