Ljósið kemur
Tónlistarhópurinn Nordic Affect leikur verk eftir Anthony Holborne, Henry Purcell, William Byrd o.fl., auk þjóðlegrar tónlistar frá Íslandi og Hjaltlandseyjum í bland við rafhljóðverk eftir Höllu Steinunni Stefánsdóttur.
Flytjendur: Halla Steinunn Stefánsdóttir fiðluleikari, Hanna Loftsdóttir gömbuleikari, Sigurður Halldórsson sellóleikari og Guðrún Óskarsdóttir semballeikari.
Sérstakir gestir eru Ian Wilson blokkflautuleikari og söngvarinn Eyjólfur Eyjólfsson sem einnig leikur á hvannarflautu og langspil.
Hljóðritun frá tónleikum í Salnum í Kópavogi 16. desember síðastliðinn.
Kynnir: Guðni Tómasson.