Jól með Jóhannesi úr Kötlum

Frumflutt

25. des. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Jól með Jóhannesi úr Kötlum

Jól með Jóhannesi úr Kötlum

Varla er nokkurt skáld jafn samofið jólunum í hugum Íslendinga og Jóhannes úr Kötlum. Árið 1932 kom út bók hans „Jólin koma" og hún hefur síðan verið endurútgefin hvað eftir annað, enda þar finna alkunnar perlur eins og „Bráðum koma blessuð jólin" auk kvæðanna um Grýlu, jólasveinana og jólaköttinn. Fjallað er um jólakvæði Jóhannesar og flutt lög við þau, en ekki aðeins kvæðin úr „Jólin koma" því Jóhannes samdi fleiri jólaljóð, bæði fyrir börn og fullorðna. Rætt verður við dóttur skáldsins, Þóru Jóhannesdóttur, um föður hennar og jólin. Lesari er Þröstur Leó Gunnarsson. Umsjón með þættinum hefur Una Margrét Jónsdóttir.

,