Í flóðinu - rætt við listamanninn Jónsa
Jón Þór Birgisson er vel þekktur tónlistaráhugafólki sem Jónsi í Sigur Rós. Jónsi hefur áratugum saman starfað þvert á listmiðla og unnið að alls kyns listsköpun auk tónlistarinnar með sinni heimsfrægu hljómsveit. Nú undirbýr hann nýja einkasýningu í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur sem opnuð verður 1. júní næstkomandi, á fyrsta degi Listahátíðar í Reykjavík. Í þættinum er rætt við Jónsa um lífið og listina, sem getur tekið á sig myndir ljóss og skugga, torræðra hljóða, ilms og alls kyns ruglunar í rýmisskynjun áhorfandans.
Umsjón: Guðni Tómasson.