Fingraleikfimi Tommys Emmanuel

Frumflutt

12. apríl 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Fingraleikfimi Tommys Emmanuel

Fingraleikfimi Tommys Emmanuel

Gítarleikarinn Tommy Emmanuel spilar svokallaðan „fingerstyle" stíl, gítartækni sem Chet Atkins þróaði, en Tommy hefur bætt þó nokkru við það sem Chet og lærisveinar hans voru gera. Tommy Emmanul er frá Ástralíu og hefur spilað á gítar frá barnsaldri. Hann lærði ekki neina tónfræði, gekk aldrei í tónlistarskóla og er þar af leiðandi sjálfmenntaður í tónlist.

Hann er talinn einn allra besti kassagítarleikari heims í dag og heldur yfir 300 tónleika á ári. Hann kom til Íslands í fyrsta sinn 2011 og aftur 2014, og heldur tónleika í Hörpu 16. apríl.

Umsjón: Jónatan Garðarsson.

,