Fíflbrekka gróin grund
Blómið fífill í skáldskap og tónlist
Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.
Eitt fyrsta vorblómið - og eitt algengasta blóm á Íslandi - er fífillinn. Hann er ekki vinsæll hjá öllum, sumir reyna að útrýma honum úr görðum sínum með fíflaeitri. En skáldið Jónas Hallgrímsson kunni vel að meta fífilinn og hann kemur oft fyrir í ljóðum og sögum eftir Jónas. Í þættinum verður flutt tónlist sem tengist fíflum og lesin brot úr skáldskap um þá eftir Jónas Hallgrímsson, H.C. Andersen og fleiri. Einnig verður flutt tónverk fyrir fífil eftir Ragnhildi Gísladóttur, en hún skapar tónlist með því að blása í fíflaleggi og heyrast þá tónar sem minna svolítið á óbó eða fagott. Umsjón með þættinum hefur Una Margrét Jónsdóttir og lesari er Baldur Trausti Hreinsson.
Blómið fífill í skáldskap og tónlist
Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.