Dyravörður hjá víðvarpinu
Þjóðskáldið og ríkismiðillinn.
Í desember voru allir upplestrar Halldórs Laxness í fórum Ríkisútvarpsins gerðir aðgengilegir á spilara þess. Af því tilefni gerði Halldór Guðmundsson þennan þátt um samskipti Halldórs Laxness og Ríkisútvarpsins, allt frá því hann var ráðinn þar dyravörður fyrir 90 árum og þar til hann söng Maístjörnuna fyrir Pétur Pétursson þul.
Umsjón: Halldór Guðmundsson.