Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Kosið er til þings á Grænlandi í dag. Spurningin um sjálfstæði hefur verið alltumlykjandi, en Grænlendingar ganga þó að kjörborðinu með ýmis önnur mál í huganum. Geir Oddsson, fyrrverandi aðalræðismaður Íslands í Nuuk á Grænlandi, ræddi um kosningamálin og framtíð Grænlands.
Í Þýskalandi er unnið að stjórnarmyndun eftir kosningarnar í febrúar. Viðræður eru komnar á rekspöl og ef marka má stjórnmálaskýrendur hyggjast leiðtogar væntanlegra stjórnarflokka beita brögðum til að koma stefnumálum í framkvæmd. Arthur Björgvin Bollason fór yfir þetta.
Svo var hjá okkur Stefán Bogi Sveinsson, sem fyrir nokkrum mánuðum hætti að nota snjallsíma. Það þykir nokkuð merkilegt því mörg erum við háð snjallsímum - eða því sem í þeim er; öllum öppunum sem veita okkur aðgang að svo mörgu.
Tónlist:
Glenn Gould - Songs without words [úrval] : 1. Op.19 no.1 in E major : Andante con moto.
Robert Plant og Alison Krauss - Through the morning, through the night.
Adèle Viret Quartet - Made in.



Veðurstofa Íslands.

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Dánarfregnir.

Útvarpsfréttir.

Óttarr Hrafnkelsson deildarstjóri siglingaklúbbsins Sigluness.

Íslenskt lag eða tónverk.

Útvarpsfréttir.

Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]

Útvarpsfréttir.

Íslensk jaðartónlist úr ýmsum áttum frá ýmsum hliðum. Umsjón: Árni Matthíasson
Þegar Jónas Ásgeir Ásgeirsson komst í tæri við harmonikku sem barn, fullkomnasta hljóðfæri í heimi, varð hann gagntekinn og hefur ekki lagt hana frá sér síðan. Hann hefur verið duglegur við að flytja nútímaklassík sem samin er fyrir harmonikkur, iðulega að undirlagi hans og samstarfsamanna hans, aukinheldur sem hann er alltaf tilbúinn í krefjandi uppákomur.
Lagalisti:
No More No Less - a lot of ANGELS
Óútgefið - For All The Wrong Reasons
Óútgefið - Nú erum torvelt
Bittersweet - Yo no soy yo
Fikta - Radioflakes

Útvarpsfréttir.
Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.

Útvarpsfréttir.

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Útvarpsfréttir.

Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.

Fréttir

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Ævintýrið um Öskubusku er mörg hundruð, jafnvel þúsund ára gömul þjóðsaga sem er til í óteljandi útgáfum um allan heim. Í þessum þáttum fáum við að kynnast hinum Öskubuskunum, sem margar hverjar eiga sér myrkari hliðar en Disney Öskubuskan sem í hugum margra er hin eina sanna Öskubuska. Við ferðumst fram og til baka í tíma og rúmi með það að markmiði að gera góða sögu enn betri og kannski hræða okkur dálítið inn á milli með drungalegum tilbrigðum sögunnar.
Umsjón: Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir.
Í þessum tíunda og síðasta þætti í bili förum við hratt yfir sögu og þeysumst um lönd. Við kynnumst þremur Öskubusku-sögum og í einni þeirra er Öskubuska strákur! Við byrjum í Íran og kynnumst sögunni af Mah Pashooni eða stúlkunni með ennismánann, förum svo tvöþúsund ár aftur í tímann til Grikklands hins forna og skoðum söguna um Rhodopis sem hugsanlega var hin upprunalega Öskubuska. Við endum svo á sögunni um Kolbít í öskustó þar sem söguhetjan er karlkyns.
Umsjón: Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir.

Veðurfregnir kl. 18:50.

Dánarfregnir.

Bjarki Sveinbjörnsson fer yfir yfir sögu hljómsveitarinnar og rekur meðal annars hvað aðalhljómsveitarstjórar hennar höfðu að leiðarljósi við störf sín.

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]

Útvarpssagan Jón eftir Ófeig Sigurðsson.
Hjalti Rögnvaldsson les.
(2014)
Tíundi lestur.


Veðurfregnir kl. 22:05.

Árið 1944 var tekinn upp sá siður hjá Ríkisútvarpinu að lesa alla Passíusálma Hallgríms Péturssonar á föstunni. Sigurður Skúlason les.
Nýtt hljóðrit.

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.

Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Ísland er hástökkvari í notkun svefnlyfja samkvæmt úttekt rannsakenda á Norðurlöndum árið 2020. Þetta ár notuðu Íslendingar rúmlega 6 sinnum meira af algengustu svefnlyfjunum en Danir til að mynda. Anna Birna Almarsdóttir, prófessor við Lyfjafræðideild Kaupmannahafnarháskóla og verkefnisstjóri Sofðuvel-átaksins segir okkur betur frá.
Fjallað var um áhrif hnúfubaka á loðnustofna í Morgunblaðinu í gær. Þar var meðal annars haft eftir Vilhjálmi Árnasyni þingmanni Sjálfstæðisflokks að til skoðunar sé að leggja fram þingsályktunartillögu um rannsóknir á afráni hnúfubaka á loðnustofninum við Ísland. En hvað er vitað um tengsl þarna á milli ef einhver eru? Edda Elísabet Magnúsdóttir, lektor í líffræði og sérfræðingur í sjávarspendýrum kemur til okkar.
Grænlendingar ganga að kjörborðinu í dag en kosningar þar í landi hafa sjaldan vakið jafn mikla athygli eðli málsins samkvæmt. Við ræðum við Ingu Dóru Guðmundsdóttur Markussen, fyrrverandi formann Siumut-flokksins í Nuuk, um þau mál sem einkennt hafa kosningabaráttuna.
Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar, og Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, verða gestir okkar eftir átta fréttir þegar við ræðum stöðuna á húsnæðismarkaði og úttekt í Innherja þar sem fram kom að séreignarstefnan væri á hröðu undanhaldi og að eftir einungis fimm ár eigi 107 þúsund einstaklingar á aldrinum 25 til 49 ára hér á landi ekki sína eigin íbúð.
Guðmundur Jóhannsson, tæknispekúlant Morgunútvarpsins, mætir í sitt hálfsmánaðarlega spjall um fréttir úr heimi tækninnar.
Við höldum áfram að ræða við þá sem bjóða sig fram til formanns í VR, nú Bjarna Þór Sigurðsson og Þorstein Skúla Sveinsson.



Létt spjall og lögin við vinnuna.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson og Lovísa Rut Kristjánsdóttir.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Sigurður Þorri Gunnarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Útvarpsfréttir.

Fréttir

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Í Undiröldinni heyrir þú nýja íslenska tónlist úr ýmsum áttum sem gæti mögulega slegið í gegn á næstu vikum. Þetta gæti verið popp, raftónlist, rapp, kántrí, þungarokk eða djass - en eina sem er 100% hægt að lofa - er að lögin sem eru spiluð eru ný og íslensk .
Umsjón: Þorsteinn Hreggviðsson.

Fréttastofa RÚV.

Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmenn: Þorsteinn Hreggviðsson og Rósa Birgitta Ísfeld.

Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og hefur verið í loftinu í áratugi.
Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson