
Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Jón R. Hjálmarsson skólastjóri ræðir við fólk á Suðurlandi.
Jón R. Hjálmarsson ræðir við Ólaf Sigurðsson hreppstjóra í Hábæ í Þykkvabæ.
(Áður á dagskrá 1977)

Útvarpsfréttir.

Umsjón: Kristján Kristjánsson.

Útvarpsfréttir.

Veðurstofa Íslands.

10 þátta röð fyrir Rás 1 í umsjón Þorgerðar E. Sigurðardóttur og Halldórs Guðmundssonar.
Ísland og Kaupmannahöfn í spegli bókmenntanna: Í þáttunum verða þessi aldalöngu tengsl skoðuð frá mörgum sjónarhornum. Kaupmannahöfn var í næstum 500 ár eins konar höfuðborg Íslands, aðsetur stjórnsýslunnar, æðsta dómstólsins og konungsins. Sumir Íslendingar hröktust þangað eða voru fluttir til borgarinnar nauðugir, aðrir leituðu þar frelsis og réttinda sem þeir nutu ekki heima. Hvernig kom borgin þeim fyrir sjónir, hvernig breytti hún viðhorfum þeirra eða umturnaði lífshlaupinu? Óvíða sést þetta betur en í bókum Íslendinganna sjálfra og hér verður leitað fanga í þeim og rætt við rithöfunda og ýmsa sérfræðinga, auk þess sem heyra má áhugaverð brot úr safni RÚV í bland við ýmiss konar tónlist. Til verður mynd sem er stundum fögur, stundum óhugnanleg en alltaf forvitnileg.
Hvernig hefur íslenskum samtímabókmenntum vegnað í Kaupmannahöfn? Hefur borgin ennþá þýðingu fyrir nýja höfunda hérlendis og hver er mynd hennar?
Rætt við Einar Má Guðmundsson og Annette Lassen.

Útvarpsfréttir.

Farið yfir helstu fréttir vikunnar í spjalli við fólkið í fréttunum og fréttaskýrendur.

Íslenskt lag eða tónverk.

Útvarpsfréttir.

Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi.
Umsjón: Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.
Project 2025 var mikið í umræðunni í kringum forsetakosningarnar í Bandaríkjunum fyrir áramót. Það er einskonar stefnuskrá næsta íhaldssama forseta. Donald Trump sagðist vita af stefnuskránni en ekkert meira en það en það hefur komið á daginn að hann hefur fylgt mjög mörgu af því sem þar kemur fram á þessum sex vikum sem liðnar eru af forsetatíð hans. Róbert Jóhannsson skoðaði málið og ræddi við eina þeirra sem kom að því að semja Project 2025.
Nú er svo komið að eftir áratugi sem fjölmennasta þjóð heims hefur Kínverjum fækkað síðustu ár og um leið horfa þeir fram á svipuð vandamál og önnur þróuð ríki, það er fallandi fæðingartíðni og þjóðin eldist stöðugt með tilheyrandi álagi á Heilbrigðiskerfi og velferðarþjónustu. En hvað orsakaði þessa þróun? Er hún ólík því sem gerist í öðrum ríkjum sem ganga í gegnum efnahaglegan uppgang, og kannski fyrst og fremst: Hvaða áhrif getur þetta haft á Kína og hið þéttriðna net alþjóðavæðingar? Þorgils Jónsson skoðaði málið.
Íslensk jaðartónlist úr ýmsum áttum frá ýmsum hliðum. Umsjón: Árni Matthíasson
Á milli þess sem Kristján Steinn Kristjánsson smíðar takta og rímur sem Plasticboy eða sem liðsmaður Geisha Cartel, semur hann verk fyrir svo ólíka hljóðgjafa sem rúmgorma, reykskynjara og aflóga orgelpípur, svo fátt eitt sé talið.
Lagalisti:
Illa meint - Ástfanginn af sjálfum mér
Óútgefið - Giant Kalimba
Óútgefið - Spring Quartet
Óútgefið - I resonate with this space
Óútgefið - Five Pipes and a Church Bell
Óútgefið - String Quartet No. 1

Tónlist úr ýmsum áttum

Í Kúrs gerast nemendur við Háskóla Íslands dagskrárgerðarmenn; segja sögur, kafa í fræðin og spyrja spurninga.
Við lifum á tímum sem einkennast af miklum hraða. Allt er háð, eins og Baudelaire benti á, tímans ljá sem tærir okkur. Við höfum kannski gleymt því hversu gefandi
það er, að njóta listar listarinnar vegna. Við ætlum að ræða töfra lestursins, takmarkanir hans og möguleika.
Umsjón: Felix Exequiel Woelflin

Mörg af helstu snilldarverkum stórsveita svingtímans hafa lengi verið ófáanleg , nema í misjöfnum diskaútgáfum ýmissa fyrirtækja, sem hafa nýtt sér að útgáfuréttur rennur út fimmtíu árum eftir hljóðritun, og hafa þá aðeins haft aðgang að útgefnu efni á lakk- og vínýlplötum.
Þetta er önnur þáttaröðin þar sem sótt er í gullkistu Mosaic og hér verður áfram fjallað um stórsveitirnar, einleikarana og söngvarana, sem heilluðu heimsbyggðina á gullaldarárum svingsins og seldu hljómplötur í hundruðum milljóna eintaka.
Umsjón: Vernharður Linnet
7. Þáttur.
Klarinettuleikarinn Woody Herman var með eina mögnuðustu hvítu stórsveit stríðsáranna með Flip Philips og Bill Harris í broddi einleikarafylkingarinna. Hér heyrum við upptökur er hann gerði á Columbiaárum sínum 1945 til 1947. Heit sveifla, blús og ballöður voru á efnisskránni og að sjálfsögðu konsertinn sem Igor Stravinskíj skrifaði fyrir Herman og hljómsveit: The Ebony Concert og Four Brothers eftir Jimmy Giuffre.

Útvarpsfréttir.

Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson.
Á nokkuð löngu tímabili fyrir 100 til 150 árum fóru þúsundir Íslendinga vestur um haf til Ameríku í leit að betra lífi. Sögur af þessu fólki hafa ratað í bókmenntir og það er öruggt að fullyrða að áhugi á þessu augnabliki Íslandssögunnar hafi aldrei minnkað, þvert á móti, og það á líka við um afkomendur íslendinganna í ameríku.
Nýja Ísland er undir smásjánni í þættinum í dag. Þrjár nýjar bækur komu út síðasta haust um þetta efni. Viðkomustaðir eftir Ásdísi Ingólfsdóttur, Aldrei aftur vinnukona eftir Sveinbjörgu Sveinbjörnsdóttur og Sextíu kíló af sunnudögum eftir Hallgrím Helgason.
Viðmælendur: Ásdís Ingólfsdóttir, Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir, Hallgrímur Helgason
Umsjón: Jóhannes Ólafsson
Tónlist frá ýmsum tímum úr ólíkum héruðum Djasslandsins. Íslenskt og erlent í bland.
Lagalisti:
Kvintett Red Garland - Solitude.
Foster, Ruthie - Heartshine.
Mezzoforte - Waves.
Anna Gréta Sigurðardóttir - Imaginary unit.
Vliet, Jeroen van, Smits, Koen, Gulli Gudmundsson - Philip.
Marre, Michel, Mazur, Marilyn, Tchicai, John, Zeuthen, Jesper, Rasmussen, Hugo, Dørge, Pierre, Clausen, Bent, Becker, Irene, Gouirand, Doudou, Agerholm, Kenneth, New Jungle Orchestra, Neergaard, Niels, Carlsen, Morten, Dyani, Johnny 'Mbizo', Dyani, Thomas - Dawda's dream.
Riedel, Georg, Johansson, Jan - Visa från Utanmyra.
Marína Ósk, Sunna Gunnlaugsdóttir - Ástakvæði.
Ásgeir Ásgeirsson - Wlf.
Ari Bragi Kárason - Always and Forever.

Fréttir
Í þættinum eru atburðir og málefni líðandi stundar skoðaðir í ljósi sögunnar. Umsjón: Vera Illugadóttir.
Fjórði og síðasti þáttur um réttarhöld yfir fyrrum starfsmönnum útrýmingarbúða nasista í Auschwitz í Frankfurt 1963, aðdraganda þeirra og aðstandendur.

Veðurfregnir kl. 18:50.

Dánarfregnir.

Sveiflutónlist og söngdansar að hætti hússins.
Tríó Oscars Peterson leikur fimm lög: Easy Does It, The Way You Look Tonight, Love For Sale, Laura, I've Got You Under My Skin og Soft Winds. Stefano Bollani og tríó leika But Not For Me, It's Only A Papermoon, Cheek To Cheek, How Long Has This Been Going On, Makin' Whoopee, Puttin' On The Ritz og Cheek To Cheek. Sonny Clark og tríó hans leika Tadd's Delight, Two Bass Hit, I Didn't Know What Time It Was, Softly As In A Morning Sun og I'll Remember April.

Þáttaröðin Brot úr íslenskri menningarsögu er unnin í samstarfi Rásar 1 og námsbrautar í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands. (Áður á dagskrá 2008)
Í þættinum er sagt frá lífi argentínsks tangós á Íslandi. Þátturinn er byggður kringum viðtal við hjónin Þórdísi Kristleifsdóttur og Daða Harðarson sem hafa dansað argentínskan tangó í mörg ár. Saga tangósins er rekin og blómlegt tangólíf hér á landi.
Lesari ásamt umsjónarmanni: Ásdís Káradóttir.
Lesið úr bókinni: Ég halla mér að þér og flýg : engin venjuleg ferðasaga : fimm prósaljóð um leiðir tangófífla / eftir Kristínu Bjarnadóttur.
Umsjón: Hugrún R. Hólmgeirsdóttir.

Umsjón: Birgir Sveinbjörnsson


Veðurfregnir kl. 22:05.

Árið 1944 var tekinn upp sá siður hjá Ríkisútvarpinu að lesa alla Passíusálma Hallgríms Péturssonar á föstunni. Sigurður Skúlason les.
Nýtt hljóðrit.

Í Litlu flugunni er leikin gamaldags tónlist frá öldinni sem leið: dægurlög, harmóníkutónlist, djass og danslög, með flytjendum á borð við Tónakvartettinn frá Húsavík, danshljómsveit Victors Sylvester, Caterinu Valente og Hauk Morthens.
Gömlu góðu hljómplöturnar eru í heiðri hafðar, bæði litlar og stórar, að ógleymdum segulböndum úr safni útvarpsins en í segulbandasafninu leynast margar ófáanlegar hljóðritanir með íslenskum tónlistarmönnum.
Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir.
Þátturinn hefst á Tango in Moonlight með Terry Schninder All Stars. Aðrir flytjendur eru m.a. Three Suns, Don Marino Barreto, Ragnar Bjarnason og Sigrún Jónsdóttir ásamt KK sextetti og Alfreð Clausen.

Farið yfir helstu fréttir vikunnar í spjalli við fólkið í fréttunum og fréttaskýrendur.

Útvarpsfréttir.

Tónlist af ýmsu tagi.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Felix Bergsson fer fram og til baka í tíma og rúmi með hlustendum Rásar 2. Hann skoðar gjarnan það sem gerðist á deginum á árum áður, fylgist með því sem efst er á baugi í menningarlífinu og fær svo góða gesti í Fimmuna. Þeir segja af fimm atriðum sem hafa haft djúp áhrif á líf þeirra.
Guðmundur Pétursson tónlistarmaður er sagnamaður góður og hann rifjar upp fimm máltíðir sem tengjast bransanum og litríkri ævi í tónlistinni. Sagan fer víða, allt frá morgunverði með KK í íslenskum firði yfir í slark og sukk og þorramat í París af öllum stöðum. Og svo tölum við lítillega um nýju plötuna hans, Wandering Beings og spilum af henni tvö lög.
Í fyrri hluta þáttarins fær tónlistin að leiða okkur inn í það sem gerðist á deginum 8. mars

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Gísli Marteinn Baldursson leiðir hlustendur inn í laugardaginn, tekur stöðuna á fólki og fréttum, spilar góða tónlist og fær til sín vel valda gesti.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Helgarútgáfan slær taktinn með þjóðinni á laugardögum. Kristján Freyr setur puttann á púlsinn, skrunar yfir allt það skemmtilega sem er á sveimi í menningu og mannlífi hverju sinni og velur taktvissa tónlist við hæfi.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Rapparinn og plötusnúðurinn Ragga Holm á Rás 2 alla laugardaga með tónlistarþáttinn Smell. Frábær upphitun fyrir kvöldið!

Útvarpsfréttir.

Fréttir

Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir.

Fréttastofa RÚV.

Tekið er á móti gesti sem fer í gegnum lög sem svör við ákveðnum spurningum. Hvað var fyrsta lagið sem þú hlustaðir á aftur og aftur? Hvaða lag myndiru spila til að loka frábærum degi? Hvert er jarðarfaralagið þitt? Þetta eru nokkrar af þeim spurningum sem poppa upp en svo fylgir einhverskonar æviágrip með í kjölfarið.
Atli Már Steinarsson tekur á móti gesti sem fer í gegnum uppáhaldslög frá mismunandi tímum.
Gestur Matta er tónlistarmaðurinn Eyjólfur Kristjánsson

Heiða Eiríks og Ingi Þór stjórna Næturvaktinni til skiptis. Þau spjalla við landann og spilar tónlist úr öllum áttum á laugardagskvöldum. Ljúfir tónar, brjálað rokk og óskalög úr öllum landshornum.
