![Fréttayfirlit 7:30](/spilari/DarkGray_image.png)
![Fréttayfirlit 8:30](/spilari/DarkGray_image.png)
Gestir úr öllum kimum þjóðfélagsins deila sögu sinni með hlustendum. Umsjón: Sigurlaug M. Jónasdóttir.
Unnur Gunnarsdóttir ræðir hugvíkkandi efni, en eftir að hún prófaði það hefur líf hennar gjörbreyst, Hún segir frá þessu ferðalagi sínu eins og hún kýs að kalla það.
![Veðurfregnir](/spilari/DarkGray_image.png)
Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Við fjölluðum um gigt og mataræði í þættinum í dag. Talið er að einn af hverjum fimm fái gigtarsjúkdóm einhvern tíma á lífsleiðinni og allir geta fengið gigt, óháð aldri. Einkennin geta verið misjafnlega alvarleg, það fer eftir uppruna, en það sem flestar gigtar tegundir eiga sameiginlegt eru bólgur, stirðleiki og verkir. Vísindalegar rannsóknir sýna að bólgustemmandi mataræði dregur ekki bara verulega úr einkennum heldur eykur einnig lífsgæði og vellíðan. Þorbjörg Hafsteinsdóttir næringarþerapisti kom í þáttinn í dag og fræddi okkur um gigt og mataræði.
Við fræddumst svo um bækur sem eru fyrst og fremst fyrir fólk af erlendum uppruna sem er að læra íslensku. Þetta eru skáldsögur, smásögur, þar sem erfið orð og orðasambönd eru útskýrð með tilvísunum sem þá hjálpa nemendum, sem er búin með grunnnám í íslensku, til að komast lengra í málskilningi og málnotkun í gegnum áhugaverðar sögur. Bækurnar henta líka til að efla orðaforða íslenskra barna og unglinga. Kristín Guðmundsdóttir er matartæknir að mennt og höfundur bókarinnar kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá þessum bókum, hvernig þær komu til og hvernig og hverjum þær hafa nýst.
Svo var það veðurspjallið, Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur kom til okkar í dag og í þetta sinn staldraði Einar aðeins við óveðrið í síðustu viku, 5. og 6. febrúar. Þó veðrið hafið orðið hart og þó nokkuð afbrigðilegt gekk mjög vel að spá fyrir um það. Svo eru það vetrarblæðingar á vegum sem hafa eðlilega verið mjög í fréttum undanfarið. Hvað þarf til, veðurfarslega, til að framkalla þennan ófögnuð? Og þessar vetrarblæðingar eru ekki bara bundnar við Ísland. Svo í lokin veltum við fyrir okkur spurningunni, er að koma vor?
Tónlist í þætti dagsins:
Hr. Reykjavík / Stuðmenn (Valgeir Guðjónsson og Sigurður Bjóla Garðarsson)
Einbúinn / Vilhjálmur Vilhjálmsson o g Mannakorn (Magnús Eiríksson)
Our House / Crosby, Stills, Nash & Young (Graham Nash)
Jeg har så travlt / Tina Dickow og Helgi Hrafn Jónsson (Tina Dickow)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
![Útvarpsfréttir](/spilari/DarkGray_image.png)
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Fulltrúar Úkraínu verða að taka þátt í friðarviðræðum, segir forsætisráðherra sem fer til Kænugarðs í byrjun næstu viku. Ráðherrar frá Rússlandi og Bandaríkjunum komu saman til friðarviðræðna í morgun, í fyrsta sinn frá því innrás Rússa hófst.
Framkvæmdastjóri Umbru - rekstrarfélags Stjórnarráðsins segist engar upplýsingar hafa haft um brot gegn sínu ræstingafólki þegar ákveðið var að framlengja samning við ræstingafyrirtæki tímabundið.
Sumir skólar hafa ráðið öryggisverði til starfa vegna ofbeldis nemenda. Formaður Skólastjórafélags Íslands segir kennara óttast að stíga inn í aðstæður þar sem nemendur beita ofbeldi.
Þungatakmarkanir vegna bikblæðinga á vegum á Vesturlandi auka flutningskostnað fiskeldisfyrirtækja um allt að þriðjung, segir framkvæmdastjóri Arctic Fish. Þær lengja líka vinnudaginn hjá bílstjórum sem þurfa að aka malarvegi í sveitum til að komast leiðar sinnar.
Rúmlega sjötíu fengu matareitrun á þorrablóti í Brúarási í Jökulsárhlíð um helgina. Forstjóri heilbrigðiseftirlits Austurlands segir ekkert benda til þess að aðbúnaður hafi verið ófullnægjandi.
Gylfi Þór Sigurðsson hefur samið við Knattspyrnufélagið Víking í Reykjavík. Valur samþykkti tvö tilboð í Gylfa seint í gærkvöldi, frá Víkingi og Breiðabliki. Síðarnefnda liðið dró sig svo úr kapphlaupinu um miðjumanninn.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Viðtal við 25 ára gamla konu frá Venesúela, Andreinu Edwards, sem sýnt var í kvöldfréttum RÚV á föstudaginn hefur vakið mikla athygli. Hún gagnrýndi fyrirtækið Ræstitækni, þar sem hún vann við þrif, harðlega.
Viðtalið var hluti af þeirri miklu umræðu sem verið um launakjör ræstingafólks, sem yfirleitt er af erlendu bergi brotið, hér á landi. Andreina er til viðtals í þættinum.
Rætt er við aðra samstarfskonu Andreinu, Leydi Teran, sem segir að Íslendingar þurfi að líta á hælisleitendur og aðrar innflytendur eins og manneskjur.
En hvað gerist svo? Rætt er við Daníel Isebarn Ágústsson, lögmann stéttarfélagsins Eflingar, og Vilhjálm Birgisson, formann Starfsgreinasambandsins, um það.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Í dag gerum við upp viðtalsröð okkar um framtíðir og framtíðarsýnir, sem lauk í síðustu viku og hafði staðið yfir í rúmar fjórar vikur. Í þessum viðtölum könnuðum við framtíðarvonir fólks sem tók þátt í framtíðarfestivali Borgarbókasafnsins, sem var haldið í lok janúar, en þær Dögg Sigmarsdóttir og Martyna Karólína Daniel, verkefnastjórar á Borgarbókasafninu, koma til okkar til að gera upp festivalið og viðtölin sem við tókum í kringum það.
Við ætlum að fjalla um möguleika fólks með fötlun til að afla sér menntunar. Nýlega fór af stað atvinnumiðað nám ætlað fötluðum hjá öllum símenntunarmiðstöðvum á landinu. Hjá símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar, Símey, útskrifuðust sex nemendur á síðustu önn og samtals útskrifuðust 56 á landsvísu. Við spjöllum við Jennýju Gunnarsdóttur, verkefnastjóra hjá Símey, og Daníel Smára Bjarnason, sem er nýlega útskrifaður af námskeiðinu og starfar nú hjá Fagkaupum.
Hátt í 60% íbúa jarðar búa í þéttbýli og útlit er fyrir að hlutfallið hækki ört á næstu árum. Þá ver fólk á Vesturlöndum nær öllum sínum tíma innandyra. Páll Líndal, umhverfissálfræðingur, fjallar um þetta í pistli dagsins.
Íslensk jaðartónlist úr ýmsum áttum frá ýmsum hliðum. Umsjón: Árni Matthíasson
Bjarni Gunnarsson er kennari við Konunglega tónlistarháskólann í Haag - að eigin sögn örugglega sá eini sem þar kennir sem ekki kann á hljóðfæri. Tónlistaráhugi hans leiddi hann inn í tölvunarfræði og hann hefur einmitt nýtt hugmyndir úr henni við tónsmíðar og tónlistarkennslu.
Lagalisti:
Upics - Sun 12:56
Safn 2006-2209 Blindni
Paths - Verlat
Anticlines - Devise
Óútgefið - Streamlines
Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
Kvikmyndagerðakonan Yrsa Roca Fannberg hefur starfað á hjúkrunarheimilinu Grund undanfarin 16 ár meðfram því að búa til heimildamyndir og kenna skapandi heimildamyndagerð í Háskóla Íslands. Árið 2014 frumsýndi hún Salóme en hún fjallaði um móður Yrsu og samband þeirra mæðgna en líka um samband kvikmyndagerðamanns við viðfangsefni sitt. Árið 2019 kom Síðasta haustið, mynd um síðasta haust ábúenda á afskekktum sauðfjárbæ á Ströndum. Og innan skamms frumsýnir hún sína þriðju mynd, Jörðin undir fótum okkar, en hún fjallar um lífið á Grund, sem Yrsa hefur skrásett með sínum hætti undanfarin 3 ár. Við ræðum við Yrsu í þætti dagsins, og einnig Skúla Jónasson, einn af heimilismönnum Grundar sem koma fyrir í myndinni.
Þar að auki verður Natasha S. gestur okkar og segir frá rússneskum bókabúðum og samtímabókmenntum.
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.
Steinunn Knúts- Önnudóttir, doktor í sviðslistum, bauð á performatívt stefnumót við listrannsakanda í janúar í Norræna húsínu. Spurningin er: hversu lítið er nóg?
Við förum á einhversskonar performatívt stefnumót með Steinunni og höldum áfram samtalinu um framtíð leikhússins, framtíð sviðslista. Og veltum fleiri stórum spurningum fyrir okkur, eins og: hvernig kemst maður inn í kvikuna á fólki?
Hermann Stefánsson, rithöfundur, flytur pistil í pistlaröðinni Bíslagið. Að þessu sinni eru honum kynslóðarbil hugleikin.
Fréttir
Fréttir
Bandaríkjamenn og Rússar ætla að hefja viðræður um að binda enda á stríðið í Úkraínu. Helstu Evrópuþjóðir þurfa að komast að samningaborðinu, segir utanríkisráðherra Bandaríkjanna - á einhverjum tímapunkti.
Konur sem urðu fyrir áreitni af hálfu yfirmanns í grunnskóla segja Reykjavíkurborg hafa sýnt þeim tómlæti eftir að borgin staðfesti brotin.
Borgarstjóri segir koma á óvart hversu langan tíma flokkarnir fimm taki í viðræður um nýjan meirihluta í borgarstjórn. Hann óskar oddvitunum þó góðs gengis.
Fósturforeldrar geta loks leyst út lyf og sótt um rafræn skilríki fyrir fósturbörn sín. Búið er að leysa vanda sem sneri að aðgangi fósturforeldra að rafrænum upplýsingagáttum.
Vaxandi líkur eru á kvikuhlaupi eða eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni á næstu dögum eða vikum.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Í Bandaríkjunum situr nú forseti sem lætur sér ekkert óviðkomandi, hvort sem það eru örnefni, fjöldi kynja eða stjórn og dagskrá einnar helstu menningarstofnunar landsins. Spegillinn ræðir málið við Silju Báru Ómarasdóttur prófessor í stjórnmálafræði.
Quang Le sem handtekinn var í umfangsmiklum aðgerðum í mars í fyrra freistaði þess síðasta sumar að fá leyfi hjá yfirvöldum til að fara í brúðkaup dóttur sinnar. Hann bauðst til að leggja fram tryggingu og sagðist ekki hafa nein tengsl við Víetnam því þangað hefði hann ekki komið í tólf ár. Beiðninni var hafnað. Rannsókn málsins er ekki lokið, nærri ári eftir að hún hófst og Quang sætir enn farbanni. Spegillinn reifar málið.
Ævintýrið um Öskubusku er mörg hundruð, jafnvel þúsund ára gömul þjóðsaga sem er til í óteljandi útgáfum um allan heim. Í þessum þáttum fáum við að kynnast hinum Öskubuskunum, sem margar hverjar eiga sér myrkari hliðar en Disney Öskubuskan sem í hugum margra er hin eina sanna Öskubuska. Við ferðumst fram og til baka í tíma og rúmi með það að markmiði að gera góða sögu enn betri og kannski hræða okkur dálítið inn á milli með drungalegum tilbrigðum sögunnar.
Umsjón: Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir.
Þessi þáttur er helgaður Öskubuskuævintýri frá Svíþjóð, nánar tiltekið Austur-Gautlandi og nefnist: Skrautklæði úr silfri, gulli og eðalsteinum, og prinsessan sem varð að sæslöngu.
Umsjón: Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir
Lesarar í þættinum: Karitas M. Bjarkadóttir, Gunnar Hansson og Lóa Björk Björnsdóttir.
![Veðurfregnir](/spilari/DarkGray_image.png)
Veðurfregnir kl. 18:50.
Tónleikahljóðritanir með innlendum og erlendum flytjendum.
Hljóðritun frá tónleikum píanóleikaranna Mörthu Argerich og Dong-Hyek Lim sem fram fóru í Palau de la Música Catalana tónleikhöllinni í Bacelona í apríl á síðasta ári og tileinkaðir voru minningu píanóleikarans Maurizios Pollinis.
Á efnisskrá eru verk eftir Franz Schubert og Sergej Rakhmanínov.
Umsjón: Arndís Björk Ásgeirsdóttir.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Í dag gerum við upp viðtalsröð okkar um framtíðir og framtíðarsýnir, sem lauk í síðustu viku og hafði staðið yfir í rúmar fjórar vikur. Í þessum viðtölum könnuðum við framtíðarvonir fólks sem tók þátt í framtíðarfestivali Borgarbókasafnsins, sem var haldið í lok janúar, en þær Dögg Sigmarsdóttir og Martyna Karólína Daniel, verkefnastjórar á Borgarbókasafninu, koma til okkar til að gera upp festivalið og viðtölin sem við tókum í kringum það.
Við ætlum að fjalla um möguleika fólks með fötlun til að afla sér menntunar. Nýlega fór af stað atvinnumiðað nám ætlað fötluðum hjá öllum símenntunarmiðstöðvum á landinu. Hjá símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar, Símey, útskrifuðust sex nemendur á síðustu önn og samtals útskrifuðust 56 á landsvísu. Við spjöllum við Jennýju Gunnarsdóttur, verkefnastjóra hjá Símey, og Daníel Smára Bjarnason, sem er nýlega útskrifaður af námskeiðinu og starfar nú hjá Fagkaupum.
Hátt í 60% íbúa jarðar búa í þéttbýli og útlit er fyrir að hlutfallið hækki ört á næstu árum. Þá ver fólk á Vesturlöndum nær öllum sínum tíma innandyra. Páll Líndal, umhverfissálfræðingur, fjallar um þetta í pistli dagsins.
![Kvöldsagan: Minningar Guðrúnar Borgfjörð](/spilari/DarkGray_image.png)
Guðrún Borgfjörð var dóttir Jóns Borgfirðings og systir Klemensar Jónssonar landritara og Finns Jónssonar prófessors. Hún var ekki studd til mennta eins og þeir þó hún væri bókhneigð og fróðleiksfús. Klemens bróðir Guðrúnar hvatti hana til að rita endurminningar sínar. Hún bregður upp mynd af æskuheimili sínu, lýsir hversdagslífinu, samtímanum, atburðum sem hún tók þátt í og fólki sem hún kynntist.
Jón Aðils les.
(Áður á dagskrá 1973)
![Fréttir](/spilari/DarkGray_image.png)
![Veðurfregnir](/spilari/DarkGray_image.png)
Veðurfregnir kl. 22:05.
![Passíusálmar](/spilari/DarkGray_image.png)
Árið 1944 var tekinn upp sá siður hjá Ríkisútvarpinu að lesa alla Passíusálma Hallgríms Péturssonar á föstunni. Sigurður Skúlason les.
Nýtt hljóðrit.
Sigurður Skúlason les.
Nýtt hljóðrit.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Við fjölluðum um gigt og mataræði í þættinum í dag. Talið er að einn af hverjum fimm fái gigtarsjúkdóm einhvern tíma á lífsleiðinni og allir geta fengið gigt, óháð aldri. Einkennin geta verið misjafnlega alvarleg, það fer eftir uppruna, en það sem flestar gigtar tegundir eiga sameiginlegt eru bólgur, stirðleiki og verkir. Vísindalegar rannsóknir sýna að bólgustemmandi mataræði dregur ekki bara verulega úr einkennum heldur eykur einnig lífsgæði og vellíðan. Þorbjörg Hafsteinsdóttir næringarþerapisti kom í þáttinn í dag og fræddi okkur um gigt og mataræði.
Við fræddumst svo um bækur sem eru fyrst og fremst fyrir fólk af erlendum uppruna sem er að læra íslensku. Þetta eru skáldsögur, smásögur, þar sem erfið orð og orðasambönd eru útskýrð með tilvísunum sem þá hjálpa nemendum, sem er búin með grunnnám í íslensku, til að komast lengra í málskilningi og málnotkun í gegnum áhugaverðar sögur. Bækurnar henta líka til að efla orðaforða íslenskra barna og unglinga. Kristín Guðmundsdóttir er matartæknir að mennt og höfundur bókarinnar kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá þessum bókum, hvernig þær komu til og hvernig og hverjum þær hafa nýst.
Svo var það veðurspjallið, Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur kom til okkar í dag og í þetta sinn staldraði Einar aðeins við óveðrið í síðustu viku, 5. og 6. febrúar. Þó veðrið hafið orðið hart og þó nokkuð afbrigðilegt gekk mjög vel að spá fyrir um það. Svo eru það vetrarblæðingar á vegum sem hafa eðlilega verið mjög í fréttum undanfarið. Hvað þarf til, veðurfarslega, til að framkalla þennan ófögnuð? Og þessar vetrarblæðingar eru ekki bara bundnar við Ísland. Svo í lokin veltum við fyrir okkur spurningunni, er að koma vor?
Tónlist í þætti dagsins:
Hr. Reykjavík / Stuðmenn (Valgeir Guðjónsson og Sigurður Bjóla Garðarsson)
Einbúinn / Vilhjálmur Vilhjálmsson o g Mannakorn (Magnús Eiríksson)
Our House / Crosby, Stills, Nash & Young (Graham Nash)
Jeg har så travlt / Tina Dickow og Helgi Hrafn Jónsson (Tina Dickow)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.
Steinunn Knúts- Önnudóttir, doktor í sviðslistum, bauð á performatívt stefnumót við listrannsakanda í janúar í Norræna húsínu. Spurningin er: hversu lítið er nóg?
Við förum á einhversskonar performatívt stefnumót með Steinunni og höldum áfram samtalinu um framtíð leikhússins, framtíð sviðslista. Og veltum fleiri stórum spurningum fyrir okkur, eins og: hvernig kemst maður inn í kvikuna á fólki?
Hermann Stefánsson, rithöfundur, flytur pistil í pistlaröðinni Bíslagið. Að þessu sinni eru honum kynslóðarbil hugleikin.
![Útvarpsfréttir](/spilari/DarkGray_image.png)
Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Landbúnaðarháskóli Íslands og Matvæla- og næringarfræðideild HÍ bjóða í vikunni til málþings um fæðuöryggi hér á landi. Jóhannes Sveinbjörnsson, dósent við Landbúnaðarháskólann, er einn þeirra sem heldur erindi og hann verður gestur okkar í upphafi þáttar.
Kristján Ingi Mikaelsson, einn stofnenda Visku Digital Asset, ræðir við okkur um rafmyntamarkaðinn en þar hefur margt gengið á síðustu daga.
Í gær ræddum við við trúnaðarmann kennara í Breiðholtsskóla sem sagði að kennarar væru úrræðalausir gagnvart ofbeldi nemenda í skólum og þá vildi hún að stefnan um skóla án aðgreiningar yrði endurskoðuð. Við ræðum þessi mál áfram, nú við Þorstein Sæberg, formann Skólastjórafélags Íslands.
Við ræðum við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra um væringar í alþjóðamálum.
Sævar Helgi Bragason, vísindasérfræðingur Morgunútvarpsins, kemur í sitt hálfsmánaðarlega spjall um fréttir úr heimi vísindanna.
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, verður gestur okkar í lok þáttar þegar við ræðum þá gagnrýni sem hefur komið fram vegna hugmynda um sameiningu Arion banka og Íslandsbanka.
![Fréttayfirlit 7:30](/spilari/DarkGray_image.png)
![Fréttayfirlit 8:30](/spilari/DarkGray_image.png)
Létt spjall og lögin við vinnuna.
Við heyrðum lag af plötu vikunnar, Hreimur - Hlið A hlið B, einnig heyrðum við þrjú lög úr Söngvakeppninni 2025. Við kíktum aðeins á Britt verðlaunin 2009 þar sem söngkonan Duffy gerði góða hluti á meðan Adele þurfti að lúta í gras.
Í "one hit wonder" þættinum, Einsmellungar og smellaeltar fengum við aðeins að kynnast tónlistarmanninum Haddaway en er hann einsmellungur?
Tónlist frá útsendingarlogg 2025-02-18
BJÖRK - Afi.
Páll Óskar Hjálmtýsson, Benni Hemm Hemm - Allt í lagi.
BEYONCÉ - Halo.
SAINT MOTEL - Feel Good.
Nýdönsk - Raunheimar.
TODMOBILE - Ég Heyri Raddir.
Júlí Heiðar Halldórsson, Þórdís Björk Þorfinnsdóttir - Fire.
Elín Hall - barnahóstasaft.
U2 - Where The Streets Have No Name.
GARBAGE - Stupid girl.
THE KINKS - Tired Of Waiting For You.
Fat Dog - Peace Song.
MGMT - Electric Feel.
JOHN MAYER - Last Train Home.
Fjallabræður, Emmsjé Gauti - Bensínljós.
Ágúst Þór Brynjarsson - Like You.
Birnir, Margrét Rán Magnúsdóttir - Fallegur dagur.
Eilish, Billie - Birds of a Feather.
KK - Viltu elska mig á morgun? (Þjóðhátíðarlagið 2010).
Sigríður Beinteinsdóttir, Celebs - Þokan.
KÁRI EGILSSON - Midnight Sky.
SIMPLE MINDS - New Gold Dream (81, 82, 83, 84) (80).
ÁSGEIR TRAUSTI - Dýrð í dauðaþögn.
Greiningardeildin, Bogomil Font - Bíttu í það súra.
Adele - Chasing Pavements.
Duffy - Mercy.
The Ting Tings - That's Not My Name.
Í SVÖRTUM FÖTUM - Dag Sem Dimma Nátt.
Stebbi JAK - Set Me Free.
SSSÓL - Síðan Hittumst Við Aftur.
Jón Jónsson Tónlistarm., Una Torfadóttir - Vertu hjá mér.
ÍRAFÁR - Á Nýjum Stað.
Johnny King, Goldies - Nútíma kúreki.
TWENTY ONE PILOTS - Stressed Out.
Valdimar Guðmundsson Tónlistarm., Issi - Gleyma.
EARTH WIND AND FIRE - Let's Groove.
Erna Hrönn Ólafsdóttir, Hreimur - Hjartasár.
FM Belfast - Underwear.
RÍÓ TRÍÓ - Verst Af Öllu.
Salka Sól Eyfeld - Tímaglas.
Beach House - Space song (radio edit) (bonus track mp3).
THE BLACK KEYS - Howlin' For You.
Einsmellungar og smellaeltar - Haddaway
![Útvarpsfréttir](/spilari/DarkGray_image.png)
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Fulltrúar Úkraínu verða að taka þátt í friðarviðræðum, segir forsætisráðherra sem fer til Kænugarðs í byrjun næstu viku. Ráðherrar frá Rússlandi og Bandaríkjunum komu saman til friðarviðræðna í morgun, í fyrsta sinn frá því innrás Rússa hófst.
Framkvæmdastjóri Umbru - rekstrarfélags Stjórnarráðsins segist engar upplýsingar hafa haft um brot gegn sínu ræstingafólki þegar ákveðið var að framlengja samning við ræstingafyrirtæki tímabundið.
Sumir skólar hafa ráðið öryggisverði til starfa vegna ofbeldis nemenda. Formaður Skólastjórafélags Íslands segir kennara óttast að stíga inn í aðstæður þar sem nemendur beita ofbeldi.
Þungatakmarkanir vegna bikblæðinga á vegum á Vesturlandi auka flutningskostnað fiskeldisfyrirtækja um allt að þriðjung, segir framkvæmdastjóri Arctic Fish. Þær lengja líka vinnudaginn hjá bílstjórum sem þurfa að aka malarvegi í sveitum til að komast leiðar sinnar.
Rúmlega sjötíu fengu matareitrun á þorrablóti í Brúarási í Jökulsárhlíð um helgina. Forstjóri heilbrigðiseftirlits Austurlands segir ekkert benda til þess að aðbúnaður hafi verið ófullnægjandi.
Gylfi Þór Sigurðsson hefur samið við Knattspyrnufélagið Víking í Reykjavík. Valur samþykkti tvö tilboð í Gylfa seint í gærkvöldi, frá Víkingi og Breiðabliki. Síðarnefnda liðið dró sig svo úr kapphlaupinu um miðjumanninn.
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson og Lovísa Rut Kristjánsdóttir.
Siggi og Lovísa á sínum stað í Popplandi. Árni Matt fór með hlustendur undir yfirborðið eins og alltaf á þriðjudögum. Allskonar nýtt íslenskt efni og eitthvað utan úr heimi, plata vikunnar á sínum stað: Hlið A, Hlið B sem Hreimur var að senda frá sér.
BERNDSEN - Supertime.
Baltimora - Tarzan boy.
Collins, Phil - You'll be in my heart.
BILLIE EILISH - What Was I Made For.
Carlile, Brandi, John, Elton - Never Too Late [Clean].
PRINCE - 1999.
NÝDÖNSK - Nostradamus.
Una Torfadóttir, Leikhópur úr sýningunni Stormur - Málum miðbæinn rauðan.
Fontaines D.C. - Favourite.
CORNELIA JAKOBS - Hold Me Closer (Svíþjóð).
Tinna Óðinsdóttir - Words.
Snorri Helgason - Borgartún.
10CC - The Wall Street shuffle.
Teddy Swims - Guilty.
FIRST AID KIT - My Silver Lining.
Mendes, Shawn - Heart of Gold.
Hildur Vala Einarsdóttir - Þú hittir.
Perez, Gigi - Sailor Song.
BARAFLOKKURINN - I don't like your style.
Viagra Boys - Man Made of Meat.
Sigríður Beinteinsdóttir, Celebs - Þokan.
Bjarni Arason - Aðeins lengur.
THE EMOTIONS - Best Of My Love.
Helgi Björnsson - E?g stoppa hno?ttinn með puttanum.
Jón Jónsson Tónlistarm., Una Torfadóttir - Vertu hjá mér.
Moses Hightower - Nýfallið regn.
GEORGE EZRA - Blame It On Me.
Páll Óskar Hjálmtýsson, Benni Hemm Hemm - Allt í lagi.
Thee Sacred Souls - Live for You.
NINA SIMONE - My Baby Just Cares For Me.
FRIÐRIK DÓR - Í síðasta skipti (Söngvakeppnin 2015).
CHRIS STAPELTON - Tennessee whiskey (radio edit).
Mumford and Sons - Rushmere.
Jungle - Let's Go Back.
VÆB - Róa.
John, Elton - Who Believes In Angels?.
NICK CAVE - Into my Arms.
ELÍN HALL - barnahóstasaft.
STEREOPHONICS - Have a Nice Day.
HREIMUR - Hinum megin við.
FLEETWOOD MAC - Hold Me.
KAKTUS EINARSSON & DAMON ALBARN - Gumbri.
GDRN - Áður en dagur rís (feat. Birnir)
Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Margt og mikið hefur gengið á bak við tjöldin undanfarna sólahringa varðandi afskipti Donalds Trump á hugsanlegum lokum innrásar Rússa í Úkraínu. Þjóðarleiðtogar Evrópu eru uggandi og eftir neyðarfund leiðtogana hafa menn verið að tala meira saman en áður. Í dag bárust svo fréttir af því að Danska ríkisstjórnin ætli að verja tugum milljarða til vopnakaupa fyrir herinn. Dagný Hulda Erlendsdóttir fréttamaður kom til okkar og tók atburðarásina saman fyrir okkur.
Mörg okkar líta eflaust á eldhússvuntuna sem sjálfsagðan hlut, en ekki Ingibjörg H. Kristjánsdóttir. Svuntur hafa átt hug Ingibjargar frá þá að hún handsaumaði sínar fyrstu svuntur í barnaskóla, þá í 5. bekk. Síðan hefur hún saumað fjölmargar svuntur bæði í höndum og með aðstoð véla. Nú er Ingibjörg með sýningu á svöntum sem heitir Svuntusögur á Borgarbókasafni Árbæjar. Hún sagði okkur sögu svuntunnar.
Við í Síðdegisútvarpinu erum vægt til orða tekið forvitinn hvernig gengur með undirbúning sýningarinnar þetta er Laddi. Ólafur Egilsson og Vala Kristín Eiríks eru handritshöfundar og leikstjórar og þau komu til okkar og sögðu okkur frá.
Í Kveiksþætti kvöldsins verður fjallað um þrjár ungar starfskonur í grunnskóla í Reykjavík kvörtuðu til borgarinnar undan áreitni og kynferðislegri áreitni aðstoðarskólastjóra skólans. Við tók ítarlegt könnunarferli hjá borginni, samkvæmt lögbundnum EKKO-ferlum. Nær öll atvikin voru staðfest, ýmist sem áreitni, óviðeigandi eða ósæmileg hegðun stjórnanda, og kynferðisleg áreitni. Eftir það var málinu lokið af hálfu borgarinnar, að minnsta kosti gagnvart þolendunum. Bæði þær og stéttarfélög þeirra gera alvarlegar athugasemdir við meðhöndlun borgarinnar á málinu. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdótti og Árni Þór Theódórsson sjá um efnistök þáttarins í kvöld, þau komu til okkar.
Íslendingar eru gott sem orðin ónæm fyrir stöðugum fréttum af hugsanlegu eldgosi, en er þessu nú lokið, eigum við ekki von á frekari hamförum næstu mánuðina, árin eða jafnvel áratugina? Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur svaraði því.
Svo heyrðum við í Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur forseta borgarstjórnar í Reykjavik um bjöllufund dagsins og hvaða tilfinningu hún hafi fyrir nýjum meirihluta í Reykjavík.
Fréttir
Fréttir
Bandaríkjamenn og Rússar ætla að hefja viðræður um að binda enda á stríðið í Úkraínu. Helstu Evrópuþjóðir þurfa að komast að samningaborðinu, segir utanríkisráðherra Bandaríkjanna - á einhverjum tímapunkti.
Konur sem urðu fyrir áreitni af hálfu yfirmanns í grunnskóla segja Reykjavíkurborg hafa sýnt þeim tómlæti eftir að borgin staðfesti brotin.
Borgarstjóri segir koma á óvart hversu langan tíma flokkarnir fimm taki í viðræður um nýjan meirihluta í borgarstjórn. Hann óskar oddvitunum þó góðs gengis.
Fósturforeldrar geta loks leyst út lyf og sótt um rafræn skilríki fyrir fósturbörn sín. Búið er að leysa vanda sem sneri að aðgangi fósturforeldra að rafrænum upplýsingagáttum.
Vaxandi líkur eru á kvikuhlaupi eða eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni á næstu dögum eða vikum.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Í Bandaríkjunum situr nú forseti sem lætur sér ekkert óviðkomandi, hvort sem það eru örnefni, fjöldi kynja eða stjórn og dagskrá einnar helstu menningarstofnunar landsins. Spegillinn ræðir málið við Silju Báru Ómarasdóttur prófessor í stjórnmálafræði.
Quang Le sem handtekinn var í umfangsmiklum aðgerðum í mars í fyrra freistaði þess síðasta sumar að fá leyfi hjá yfirvöldum til að fara í brúðkaup dóttur sinnar. Hann bauðst til að leggja fram tryggingu og sagðist ekki hafa nein tengsl við Víetnam því þangað hefði hann ekki komið í tólf ár. Beiðninni var hafnað. Rannsókn málsins er ekki lokið, nærri ári eftir að hún hófst og Quang sætir enn farbanni. Spegillinn reifar málið.
Í Undiröldinni heyrir þú nýja íslenska tónlist úr ýmsum áttum sem gæti mögulega slegið í gegn á næstu vikum. Þetta gæti verið popp, raftónlist, rapp, kántrí, þungarokk eða djass - en eina sem er 100% hægt að lofa - er að lögin sem eru spiluð eru ný og íslensk .
Umsjón: Þorsteinn Hreggviðsson.
![Sjónvarpsfréttir](/spilari/DarkGray_image.png)
Fréttastofa RÚV.
![Kvöldvaktin](/spilari/DarkGray_image.png)
Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmenn: Þorsteinn Hreggviðsson og Rósa Birgitta Ísfeld.
Lagalistinn
![Fréttir](/spilari/DarkGray_image.png)
Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og hefur verið í loftinu í áratugi.
Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson