
Bæn og hugleiðing að morgni dags.
Séra Hildur Eir Bolladóttir flytur morgunbæn og orð dagsins.

Útvarpsfréttir.

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.


Útvarpsfréttir.


Útvarpsfréttir.

Í þættinum eru atburðir og málefni líðandi stundar skoðaðir í ljósi sögunnar. Umsjón: Vera Illugadóttir.
Síðari þáttur um Afríkufílinn Jumbo, sem sló í gegn í dýragarðinum í Lundúnum á ofanverðri nítjándu öld, og var síðar fluttur til Bandaríkjanna í sirkus.

Umsjón: Halldóra Björnsdóttir.

Útvarpsfréttir.

Veðurstofa Íslands.

Umsjón: Svanhildur Jakobsdóttir.

Útvarpsfréttir.

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Dánarfregnir.

Útvarpsfréttir.

Umsjón hefur Sigurður Ámundason myndlistarmaður og leikskáld.

Íslenskt lag eða tónverk.

Útvarpsfréttir.

Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Í Samfélaginu í dag förum við á vakt á Flæðisdeild Landspítalans og köfum ofan í flæðið sem er forsenda þess að spítalinn virki - og hefur sjaldan verið þyngra en nú.
Hvað er að frétta af þessum títtnefnda fráflæðisvanda? Hvað gerir starfsfólkið þegar þetta mennska flæði er nánast stopp og hvað gerist þegar stíflurnar bresta?
Við fylgjumst sérstaklega með Kristinu Kötlu Swan og Þórdísi Friðsteinsdóttur, innlagnastjórum sem eru reyndir hjúkrunarfræðingar en líka eins konar lagerstjórar. Þær standa í ströngu allan daginn við að reyna að finna pláss fyrir veikt fólk - með misjöfnum árangri.
Frá þessum sjónarhóli fær spítalinn á sig svolítið verksmiðjukenndan blæ - en samt snýst þetta alltaf um fólk.

Útvarpsfréttir.

Veraldarvefur tónlistarinnar. Lagasyrpur héðan og þaðan úr víðri veröld.

Útvarpsfréttir.

Skáldsagan Silas Marner kom út í Englandi árið 1861. Hún vakti þegar mikla hrifningu lesenda og gagnrýnenda, en raunsæislegar samfélags- og persónulýsingar og mannleg hlýja hafa þótt einkenna söguna ofar öðru. Aðalpersónan, vefarinn Silas Marner, sest að í smábænum Raveloe eftir að hafa verið útskúfað úr trúarsamfélagi sínu. Hann treystir ekki mönnunum lengur, einangrar sig, og er fyrir vikið litinn hornauga af öðrum bæjarbúum. Eina gleði hans í þessum einmanalega heimi er að safna peningum og vinna. Þegar peningarnir hans hverfa með dularfullum hætti og lítil stúlka birtist fyrirvaralaust á heimili hans, umturnast hins vegar tilvera hans og hann áttar sig á því að þátttaka í mannlegu samfélagi, með öllum göllum þess og kostum, gefur lífi hans raunverulegt gildi.
Þegar Silas Marner kom út hafði höfundurinn, George Eliot, þegar gefið út þrjár bækur sem allar höfðu slegið í gegn. Þegar þarna var komið sögu var einnig orðið ljóst að George Eliot var höfundarnafn fertugrar konu að nafni Marian Evans, sem vakið hafði mikla hneykslun vegna sambanda við gifta karlmenn. Það varð þó ekki til að draga úr vinsældum bóka hennar og er George Eliot enn talin meðal fremstu skáldsagnahöfunda Englands.
Árið 2010 kom Silas Marner. Vefarinn í Raveloe loks út í íslenskri þýðingu Atla Magnússonar. Af því tilefni verður í tveimur þáttum fjallað um rithöfundinn George Eliot og þessa 150 ára gömlu sögu um það hvernig útskúfun og einangrun getur breyst í samkennd þegar fordómar ráða ekki lengur för. Umsjón: Auður Aðalsteinsdóttir. Lesari: Vigdís Másdóttir.

Útvarpsfréttir.

Vínil plata úr safninu dregin fram og spiluð í heild.

Útvarpsfréttir.

Rætt um menningarvikuna sem er að líða og það sem er efst á baugi og framundan um helgina.

Fréttir

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Brot úr Morgunvaktinni.

Veðurfregnir kl. 18:50.

Dánarfregnir.
Dægurflugur og söngvar frá ýmsum tímum.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Fjallað um söngvarann og gítarleikarann Þorvald Halldórsson og fyrstu árin sem hann söng og spilaði með Hljómsveit Ingimars Eydal. Þorvaldur varð landsfrægur þegar hann söng lagið Á sjó sem kom út á plötu fyrir jólin 1965 og fleiri lög fylgdu í kjölfarið. Önnur lög sem hljóma þættinum í flutningi Þorvaldar eru Komdu, Bara að hann hangi þurr, Hún er svo sæt, Ég er sjóari, Sjómannskveðja, Fjarlægjast fjöllin blá, Skárst mun sinni kellu að kúra hjá, Ég var átján ára, Í nótt. Sumarást, Ég tek hundinn og Mig dregur þrá.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.

Skáldsagan Silas Marner kom út í Englandi árið 1861. Hún vakti þegar mikla hrifningu lesenda og gagnrýnenda, en raunsæislegar samfélags- og persónulýsingar og mannleg hlýja hafa þótt einkenna söguna ofar öðru. Aðalpersónan, vefarinn Silas Marner, sest að í smábænum Raveloe eftir að hafa verið útskúfað úr trúarsamfélagi sínu. Hann treystir ekki mönnunum lengur, einangrar sig, og er fyrir vikið litinn hornauga af öðrum bæjarbúum. Eina gleði hans í þessum einmanalega heimi er að safna peningum og vinna. Þegar peningarnir hans hverfa með dularfullum hætti og lítil stúlka birtist fyrirvaralaust á heimili hans, umturnast hins vegar tilvera hans og hann áttar sig á því að þátttaka í mannlegu samfélagi, með öllum göllum þess og kostum, gefur lífi hans raunverulegt gildi.
Þegar Silas Marner kom út hafði höfundurinn, George Eliot, þegar gefið út þrjár bækur sem allar höfðu slegið í gegn. Þegar þarna var komið sögu var einnig orðið ljóst að George Eliot var höfundarnafn fertugrar konu að nafni Marian Evans, sem vakið hafði mikla hneykslun vegna sambanda við gifta karlmenn. Það varð þó ekki til að draga úr vinsældum bóka hennar og er George Eliot enn talin meðal fremstu skáldsagnahöfunda Englands.
Árið 2010 kom Silas Marner. Vefarinn í Raveloe loks út í íslenskri þýðingu Atla Magnússonar. Af því tilefni verður í tveimur þáttum fjallað um rithöfundinn George Eliot og þessa 150 ára gömlu sögu um það hvernig útskúfun og einangrun getur breyst í samkennd þegar fordómar ráða ekki lengur för. Umsjón: Auður Aðalsteinsdóttir. Lesari: Vigdís Másdóttir.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Í Samfélaginu í dag förum við á vakt á Flæðisdeild Landspítalans og köfum ofan í flæðið sem er forsenda þess að spítalinn virki - og hefur sjaldan verið þyngra en nú.
Hvað er að frétta af þessum títtnefnda fráflæðisvanda? Hvað gerir starfsfólkið þegar þetta mennska flæði er nánast stopp og hvað gerist þegar stíflurnar bresta?
Við fylgjumst sérstaklega með Kristinu Kötlu Swan og Þórdísi Friðsteinsdóttur, innlagnastjórum sem eru reyndir hjúkrunarfræðingar en líka eins konar lagerstjórar. Þær standa í ströngu allan daginn við að reyna að finna pláss fyrir veikt fólk - með misjöfnum árangri.
Frá þessum sjónarhóli fær spítalinn á sig svolítið verksmiðjukenndan blæ - en samt snýst þetta alltaf um fólk.

Praxis eftir Fay Weldon.
Dagný Kristjánsdóttir les.
Fimmti lestur af 26.


Veðurfregnir kl. 22:05.

Árið 1944 var tekinn upp sá siður hjá Ríkisútvarpinu að lesa alla Passíusálma Hallgríms Péturssonar á föstunni. Sigurður Skúlason les.
Nýtt hljóðrit.

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Rætt um menningarvikuna sem er að líða og það sem er efst á baugi og framundan um helgina.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.


Útvarpsfréttir.


Útvarpsfréttir.

Hjartagosar á Rás 2 eru vinir í raun á besta tíma dagsins.
Tónlist, dægurmál, menning og íþróttir.
Hjartagosar á Rás 2, fyrir þig frá klukkan 9 á föstudögum.
Umsjón: Þórður Helgi Þórðarson og Andri Freyr Viðarsson.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Matthías Már og Ólafur Páll spila alla helstu smeillina og öll hin lögin líka
Hárrétt blanda til að koma hlustendum inn í helgina.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Sigurður Þorri Gunnarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Útvarpsfréttir.

Fréttir

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Sultan er 30 mínútna lagalisti settur saman fyrir þig í hverri viku. Hlustaðu á Sultuna í útvarpinu eða í spilaranum þegar þér hentar. Á föstudögum er sulta dagsins indie disco.

Fréttastofa RÚV.

Kletturinn sér um að koma þér í gírinn á föstudagskvöldum. Rokk er rauði þráðurinn í gegnum þáttinn í eins teygjanlegum skilningi og mögulegt er. Rokk, indie rokk, indie popp, dans-pönk, nýbylgja, alt-rokk, síðpönk og country verður á boðstólum í hrærigraut af stemmingu og straumum.
Umsjón: Karl Sölvi Sigurðsson.


PartyZone - Dansþáttur þjóðarinnar frá 1990 - Við grúskum í og spilum alla heitustu danstónlistina í dag í bland við dansbombur fortíðar í dagskrárliðnum múmía kvölsins.
Sem fyrr eru plötusnúðar þungamiðja þáttarins og munu helstu plötusnúðarnir koma í heimsókn og taka DJ sett. Mánaðarlega kynnum við Topp 30 PartyZone listann valinn af plötusnúðunum. Við segjum fréttir af íslensku danssenunni og gefum íslenskri danstónlist sérstakan sess í þessari endurkomu PZ í línulega dagskrá á Rás 2.
Umsjón: Helgi Már Bjarnason og Kristján Helgi Stefánsson.
Party Zone á fleygiferð á föstudagskvöldi. Við byrjum á að spila fjölbreyttan skammt af glænýrri danstónlist úr ýmsum áttum, meðal annars funheitt óútgefið íslenskt.
Það verða tvær múmíur settar í loftið í þætti kvöldsins, topplögin á PZ listanum í apríl 2000 og 2005. Plötusnúður kvöldsins er Þorgerður Jóhanna sem hefur verið að spila út
um allan heim og gefa út flotta tónlist. Við fáum hana í DJ búrið í Efstaleiti til að taka gott DJ sett ásamt því að segja okkur aðeins hvað er um að vera hjá henni þessa dagana.
Allt eins og það á að vera í Party Zone þætti kvöldsins, geggjuð danstónlist og plötusnúðar með læti.