


Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Þann 6. desember 1982 var Kvennaathvarfið opnað og það var magnaður hópur kvenna sem stóð að baki athvarfinu. Ein þeirra var Álfheiður Ingadóttir og hún kom til okkar í dag ásamt þeim Elísabetu Sveinsdóttur og Guðnýju Pálsdóttur, en átakið Á allra vörum er hafið og nú er það átakið „Byggjum nýtt Kvennaathvarf“. Þær stöllur Guðný, Elísabet og Gróa Ásgeirsdóttir standa að baki „Á allra vörum“ og hafa styrkt mörg góðgerðarsamtök og félög. Þær hrundu átakinu af stað með því að gefa upphafskonum Kvennaathvarfsins fyrstu varasettin en átakið í þetta sinn snýst um að vekja athygli á málefni Kvennaathvarfsins með því að selja varasett frá danska merkinu Gosh, þar sem gloss, varalitur og blýantur eru saman í pakka.
Svo hittum við unga drengi, sextán ára, sem eru búnir að stofna markaðsfyrirtæki, markaðsstofuna Haen, sem vinnur í stafrænum markaðsmálum þar sem þeir nýta innsýn sína í menningu og hegðun ungs fólks til að ná betri árangri til dæmis á samfélagsmiðlum og eru nú þegar komnir með nokkra viðskiptavini. Þeir eru fjórir sem standa að Haen og tveir þeirra, Dagur Jónsson og Nataníel Máni Stefánsson komu í þáttinn í dag og sögðu okkur betur frá þessu ævintýri í þættinum.
Tónlist í þættinum í dag:
Hér á ég heima / Fjallabræður og Sverrir Bergmann (Magnús Þór Sigmundsson, texti Tómas Jónsson)
Ástrós / Bubbi Morthens og Bríet (Bubbi Morthens)
Hver hefur rétt / Bergþóra Árnadóttir (Bergþóra Árnadóttir)
Heimur allur hlær / Stefán Hilmarsson (Hallgrímur Óskarsson og Stefán Hilmarsson)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Öryggisumhverfi Íslands hefur gjörbreyst á skömmum tíma, segir ríkislögreglustjóri. Yfirlögregluþjónn segir Íslandi helst stafa ógn af netárásum, falsfréttum, njósnum og skipulagðri brotastarfsemi.
Leiðtogar næstum þrjátíu ríkja, þar á meðal Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra, sitja fund í París í dag, þar sem rætt verður um leiðir til að tryggja öryggi Úkraínu.
Fjármálaráðherra segir fráleitt að skattheimta ráðist af því verði sem útgerðir gefi upp í viðskiptum við sjálfar sig. Veiðigjaldsfrumvarpinu sé ætlað að leiðrétta þann augljósa galla.
Deilur milli ráðamanna í Suður-Súdan undanfarnar vikur náðu hámarki í nótt þegar hermenn handtóku varaforseta landsins. Flokkur hans segir það ógna friðarsamkomulagi í landinu sem batt enda á borgarastyrjöld.
Verðbólga hefur ekki verið minni í rúm fjögur ár og mælist nú 3,8% þrjú komma átta prósent.
Garðyrkjubændur hafa beðið mánuðum saman eftir svörum um hvort þeir fá bætur vegna einnar verstu uppskeru í útirækt í áratugi. Ráðherra hefur lofað svörum fyrir páska, sem mörgum þykir fullseint.
Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn hjá ríkinu eru með allt að tuttugu prósentum lægri laun en félagar þeirra hjá sveitarfélögunum, segir formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna.
Af sextíu og sjö borgarreknum leikskólum þurftu fjörtíu og níu leikskólar að skerða þjónustu vegna manneklu. Áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna segir þetta skapa álag á starfsfólk og heimilin.
Réttarhöldin yfir Gjert Ingebrigtsen standa yfir í Noregi. Í gær bar dóttir hans vitni gegn honum og lýsti andlegu og líkamlegu ofbeldi
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Hollenskur flugmaður sem vann hjá íslenska flugfélaginu Air Atlanta í þrjú og hálft ár ber fyrirtækinu ekki vel söguna. Hann segir að fyrirtækið hafi komið fram við sig eins og dýr.
Flugmaðurinn heitir Sjoerd Willinge Prince og er 30 ára gamall. Hann starfaði hjá Air Atlanta á árunum 2020 til 2023. Sjoerd var verktaki hjá Air Atlanta í gegnum maltverska starfsmannaleigu og naut því ekki sömu réttinda og fastráðinn starfsmaður.
Flugmaðurinn segir frá því hvernig íslenska flugfélagið kom fram við hann eftir að hann fékk matareitrun á hóteli í Nairóbí í Kenía árið 2022 þegar hann var þar á vegum Air Atlanta. Hann segist hafa verið skilinn einn eftir, launalaus í tvo mánuði og að hár sjúkrahúskostnaður hafi fallið á hann.
Forstjóri Air Atlanta segir slíkt verktakafyrirkomulag í gegnum áhafnarleigur vera alþekkt í flugbransanum.
Lögfræðingur Félags íslenskra atvinnuflugmanna fékk mál Hollendingsins inn á sitt borð og kallar það dæmi um ,,gerviverktöku" sem þurfi að banna.
Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Í dag fjöllum við um líðan íslenskra ungmenna, eitt af stóru málunum í samfélagsumræðunni þessi misseri. Því er stundum haldið fram að geðheilsu íslenskra ungmenna fari hrakandi, lyfjanotkun sé of mikil – og að staða þessara mála sé mjög slæm. Á morgun verður haldinn fundur undir yfirskriftinni Heilsan okkar – þar sem geðheilsa og líðan ungmenna verður til umfjöllunar. Og í dag fáum við til okkar tvo fræðimenn sem verða með erindi á þessum fundi: Urði Njarðvík prófessor við sálfræðideild HÍ og Bertrand Lót, dósent við læknadeild Háskóla Íslands, til að varpa ljósi á þessi mál.
Við ætlum að fjalla um F-gös. Fyrir nokkrum árum voru ísskápar og kælikerfi full af freoni og öðrum óæskilegum kælimiðlum. Þetta eru gróðurhúsalofttegundir sem eru mörg þúsund sinnum öflugri en koldíoxíð. Alþjóðlegir samningar sem tóku á ósoneyðandi kælimiðlum skiluðu miklum árangri - og seinna var ákveðið að ráðast líka á þessa sem geta með hnatthlýnunarmætti sínum haft skelfileg áhrif á loftslagið. Hér á landi var ráðist í skattlagningu og kvóta á innflutning og segja má að ástandið í kælibransanum hafi í kjölfarið gjörbreyst. Við rifjum upp ástandið árið 2019, þegar fyrst var reynt að koma böndum á innflutninginn, leitum svara frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu og kíkjum upp á Járnháls og ræðum stöðuna í dag við Elís H. Sigurjónsson, tæknistjóri fyrirtækisins Kælitækni.
Við fáum svo, eitraðan pistil frá Stefáni Gíslasyni, umhverfisstjórnunarfræðingi og pistlahöfundi Samfélagsins.
Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.
Í þættinum verður leikin tónlist eftir Edvard Grieg. Meðal annars verða fluttir kaflar úr sellósónötu Griegs og svítunni "Frá tíma Holbergs". Þá verða fluttir Sex söngvar ópus 48 sem Grieg samdi við þýsk ljóð á árunum 1884-1889, en meðal þeirra er "Ein Traum" (Draumur), eitt frægasta sönglag Griegs. Umsjón með þættinum hefur Una Margrét Jónsdóttir, en lesari er Jóhannes Ólafsson.
Eyðibýlið er viðtals og tónlistarþáttur þar sem viðmælandi er settur í þá stöðu að verða að dvelja í eina viku í einangrun á eyðibýli. Þar hefur hann allt til alls nema fjölmiðla og fjarskiptatæki. Til að stytta honum stundir fær hann að velja nokkur lög til að hlusta á, eina bók til að lesa og svo eitt þarfaþing sem hann má hafa með sér. Í þættinum gerir viðmælandinn grein fyrir vali sínu og svo því helsta sem hann myndi taka sér fyrir hendur í þessar einnar viku einveru.
Gestur þáttarins er dansarinn og danshöfundurinn Melkorka Sigríður Magnúsdóttir sem velur eftirlætistónlistina, eina góða bók og hlut að eigin vali til að taka með sér á eyðibýlið í dag. Umsjón: Margrét sigurðradóttir
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
Goðsagan um Orfeus hefur fylgt okkur frá því að tímatalið hófst og óteljandi lístamenn nýtt hana sem efnivið. Og nú gefst okkur tækifæri til að sjá glænýja útgáfu Ernu Ómarsdóttur og Íslenska dansflokksins. Í verkinu Hringir Orfeusar og annað slúður er gerð tilraun til þess að túlka þessa söguna á nýjan leik, en verkið byggir á uppfærslu sem Erna samdi ásamt Gabríelu Friðriksdóttur og Bjarna Jónssyni fyrir Borgarleikhúsið í Freiburg árið 2022. Við ræðum við Ernu í þætti dagsins.
Við heyrum einnig rýni Kötlu Ársælsdóttur í einleikinn Kafteinn Frábær eftir Alistar McDowall og Gauti Kristmannson rýnir í Billy Budd eftir Hermann Melville, sem kom nýverið út í íslenskri þýðingu Baldurs Gunnarssonar.
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.
Á dögunum var David Sacks útnefndur gervigreindar og rafmynta-keisara hvíta hússins, semsagt helsti ráðgjafi Trump í þessum málefnum. Sacks er gamall skólafélagi Peter Thiel og JD Vance hefur sagt hann sinn nánasta félaga í Kísildalnum.
Sacks eignaðist umtalsverða peninga eftir að hann tók þátt í að koma Paypal á kopp, og hefur æ síðan verið áhugasamur um rafmyntir.
Í þessum þætti sökkvum við okkur ofan í heim rafmynta og þá hugmyndafræði sem liggur honum til grundvallar - trúna á að tími ríkisvalds og skattheimtu sé að líða undir lok. Þessar hugmyndir koma meðal annars fram í forvitnilegri bók frá 1997 Sovereign Individual eftir þá William Rees-Mogg og James Dale Davidson.
Við fáum stutt innlegg frá Eiríki Inga Magnússyni áhugamanni um Bitcoin og Gylfa Magnússyni hagfræðiprófessor.
Fréttir
Fréttir
Samkeppniseftirlitið og héraðssaksóknari ætla að ræða við ráðherra um þá stöðu sem upp er komin í rannsókn á samkeppnislagabrotum, eftir að fella þurfti niður mál fjögurra stjórnenda hjá Samskipum og Eimskip vegna manneklu
Leiðtogar Evrópuríkja sem komu saman í París í dag telja frekar ástæðu til að herða á viðskiptaþvingunum gagnvart Rússum en að aflétta þeim fyrr en friður kemst á. Forsætisráðherra segir Ísland geta stutt við frið í Úkraínu á margvíslegan hátt.
Bannað verður að breyta húsaleiguverði á fyrstu tólf mánuðum leigutímans nái nýtt frumvarp félagsmálaráðherra fram að ganga.
Nýr mennta- og barnamálaráðherra segir liggja í augum uppi að bætt starfsskilyrði kennara eigi eftir að skila sér til íslenskra nemenda.
Nú hillir undir nýja ríkisstjórn á Grænlandi. Heimildir fréttastofu KNR – ríkisútvarps Grænlands – herma að fjórir af fimm flokkum á þingi ætli að mynda breiða samsteypustjórn.
Fimm særðust í hnífstunguárás við Dam-torgið í miðborg Amsterdam í morgun.
Umsjón: Þorgils Jónsson og Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Kormákur Marðarson
Stjórn útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Rannsókn héraðssaksóknara á samkeppnislagabrotum fjögurra starfsmanna Samskipa og Eimskips var hætt í desember þar sem of langt hlé hafði verið gert á rannsókninni og hún taldist því fyrnd. Fjórir voru með réttarstöðu sakbornings í nærri sjö ár. Héraðssaksóknari og Samkeppniseftirlitið ætla að ræða stöðuna við dómsmálaráðherra. Formaður Neytendasamtakana segir samkeppnislagabrot hafa lítinn fælingarmátt ef engin sætir ábyrgð. Freyr Gígja Gunnarsson rýndi í málið og ræddi við Ólaf Þór Hauksson og Breka Karlsson.
Sveitarstjórnir víða um land hafa lýst efasemdum um þær breytingar sem ríkisstjórnin hefur boðað á strandveiðum svo tryggja megi 48 daga samfellda vertíð. Ekki hafi verið sýnt fram á hvert eigi að sækja veiðiheimildir fyrir aukna strandveiði. Það megi ekki skerða kvóta til annarra útgerða. Ágúst Ólafsson fjallar um þetta og ræðir við Gylfa Ólafsson og Jón Björn Hákonarson.
Í dag lýkur alþjóðlegri, tveggja daga ráðstefnu í Jerúsalem, um gyðingahatur og hvernig skuli takast á við það. Ráðstefnan er haldin á vegum ráðuneytis um málefni gyðinga utan Ísraels og baráttu gegn gyðingahatri, undir yfirskriftinni: Hver eru helstu öflin á bak við gyðingahatur nútímans? Umræðuefnið er aðkallandi, því andúð og hatur í garð gyðinga hefur sannarlega farið vaxandi í hinum vestræna heimi undanfarin misseri. Þátttaka fjölda evrópskra öfga-hægrimanna hefur hins vegar vakið mikla gagnrýni og margir hættu við þátttöku. Ævar Örn Jósepsson segir frá.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Kormákur Marðarson
Í þessum þáttum köfum við djúpt ofan í þjóðsögukistu heimsins. Sögurnar eru allskonar, sumar fyndnar, aðrar fróðlegar, sumar alveg út í hött og enn aðrar kannski svolítið hræðilegar eða draugalegar. Í hverjum þætti heyrum við tvær eða þrjár þjóðsögur frá ýmsum heimshornum.
Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir.
Þjóðsögur þáttarins:
Fjórar skónálar fyrir gullkamb (Ísland)
Kópakonan (Færeyjar)
Hvernig aparnir eignuðu sér bananann (Brasilía)
Leikraddir:
Birkir Blær Ingólfsson
Vala Kristín Eiríksdóttir
Lestur og umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir

Veðurfregnir kl. 18:50.

Dánarfregnir.

Beinar útsendingar frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eldborg, Hörpu.

Veðurfregnir kl. 22:05.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Þann 6. desember 1982 var Kvennaathvarfið opnað og það var magnaður hópur kvenna sem stóð að baki athvarfinu. Ein þeirra var Álfheiður Ingadóttir og hún kom til okkar í dag ásamt þeim Elísabetu Sveinsdóttur og Guðnýju Pálsdóttur, en átakið Á allra vörum er hafið og nú er það átakið „Byggjum nýtt Kvennaathvarf“. Þær stöllur Guðný, Elísabet og Gróa Ásgeirsdóttir standa að baki „Á allra vörum“ og hafa styrkt mörg góðgerðarsamtök og félög. Þær hrundu átakinu af stað með því að gefa upphafskonum Kvennaathvarfsins fyrstu varasettin en átakið í þetta sinn snýst um að vekja athygli á málefni Kvennaathvarfsins með því að selja varasett frá danska merkinu Gosh, þar sem gloss, varalitur og blýantur eru saman í pakka.
Svo hittum við unga drengi, sextán ára, sem eru búnir að stofna markaðsfyrirtæki, markaðsstofuna Haen, sem vinnur í stafrænum markaðsmálum þar sem þeir nýta innsýn sína í menningu og hegðun ungs fólks til að ná betri árangri til dæmis á samfélagsmiðlum og eru nú þegar komnir með nokkra viðskiptavini. Þeir eru fjórir sem standa að Haen og tveir þeirra, Dagur Jónsson og Nataníel Máni Stefánsson komu í þáttinn í dag og sögðu okkur betur frá þessu ævintýri í þættinum.
Tónlist í þættinum í dag:
Hér á ég heima / Fjallabræður og Sverrir Bergmann (Magnús Þór Sigmundsson, texti Tómas Jónsson)
Ástrós / Bubbi Morthens og Bríet (Bubbi Morthens)
Hver hefur rétt / Bergþóra Árnadóttir (Bergþóra Árnadóttir)
Heimur allur hlær / Stefán Hilmarsson (Hallgrímur Óskarsson og Stefán Hilmarsson)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.
Á dögunum var David Sacks útnefndur gervigreindar og rafmynta-keisara hvíta hússins, semsagt helsti ráðgjafi Trump í þessum málefnum. Sacks er gamall skólafélagi Peter Thiel og JD Vance hefur sagt hann sinn nánasta félaga í Kísildalnum.
Sacks eignaðist umtalsverða peninga eftir að hann tók þátt í að koma Paypal á kopp, og hefur æ síðan verið áhugasamur um rafmyntir.
Í þessum þætti sökkvum við okkur ofan í heim rafmynta og þá hugmyndafræði sem liggur honum til grundvallar - trúna á að tími ríkisvalds og skattheimtu sé að líða undir lok. Þessar hugmyndir koma meðal annars fram í forvitnilegri bók frá 1997 Sovereign Individual eftir þá William Rees-Mogg og James Dale Davidson.
Við fáum stutt innlegg frá Eiríki Inga Magnússyni áhugamanni um Bitcoin og Gylfa Magnússyni hagfræðiprófessor.

Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Írum var ekki öllum skemmt þegar að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, bauð Connor McGregor, í heimsókn til sín á dögunum og lýsti þar yfir miklum stuðningi við hann. Við ræðum landslagið við Sólveigu Jónsdóttur stjórnmálafræðing sem þekkir vel til á Írlandi.
Valdimar Óskarsson, framkvæmdastjóri netöryggisfyrirtækisins Keystrike, ræðir við okkur um nýja netöryggisstefnu Bandaríkjanna og stöðuna í þeim málum hér heima.
Leggjum við aðrar áherslur á umfjöllun um ungmenni sem hafa ratað af leið eftir því hver bakgrunnur þeirra og uppruni er? Það vill Óskar Steinn Ómarsson meina. Hann er stjórnmálafræðingur og hefur mikla reynslu af vinnu með ungmennum.
Jóhann Páll Ástvaldsson, íþróttafréttamaður, fer yfir sýknu í spillingarmáli Sepps Blatter, fyrrverandi forseta Alþjóðaknattspyrnusambandsins, og Michels Platini, fyrrverandi forseta Knattspyrnusambands Evrópu.
Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, kveðst hafa lent í vandræðum með lýsingu og smátt letur þegar hann flutti ræðu á leiðtogafundi menntaráðstefnunnar ISTP í Hörpu í gær. Ræðan, sem var á ensku, vakti mikil viðbrögð og fólk setti spurningarmerki við kunnáttu ráðherrans í tungumálinu. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslensku, skrifaði færslu um ræðuna í gær og spurði hvort æskilegra væri fyrir stjórnmálamenn að tala íslensku en nota túlk. Við ræðum við Eirík.
Dómsmálaráðherra birti í gær lista yfir algengustu ættarnöfn á Íslandi. Listinn var birtur eftir að þingmaður Viðreisnar óskaði eftir upplýsingum um íslensk og erlend ættarnöfn á Íslandi. Við ætlum að ræða nöfnin og þær reglur og sögu sem tengist ættarnöfnum á Íslandi við Jóhannes B. Sigtryggsson, sérfræðing hjá Árnastofnun sem einnig situr í mannanafnanefnd.
Hvað er hægt að lesa í það sem kemur fram í Signal símtalinu sem lak hjá Bandarískum ráðamönnum? Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði fer yfir það með okkur.


Létt spjall og lögin við vinnuna.
Við heyrðum í tveim söngsveitum sem tengdust stórum afmælum í dag en báðar sveitir komu 12 lögum í efsta sæti vinsældarlista heimalandsins.
Við heyrðum um nokkur lög sem voru bönnuð hjá Ríkisútvarpinu, einnig lög sem eru bönnuð hjá BBC, breska ríkisútvarpinu en þar er nýjasta dæmið lag frá kvennasveitinni Spice Girls.
Einnig voru rifjaðir upp goðsagnakenndir tónleikar í Hátíðarsal Menntaskólans við Hamrahlíð þegar hljómsveitin Happy Mondays mætti á svið í bláum skugga og rektor skólans kærði sveitina fyrir hassreykingar í skólanum, lögreglan elti þá vegna þjófnaðar í verslunum borgarinnar og þurftu síðan að elta þá út á Keflavíkurflugvöll til þess að sækja gítar sem þeir fengu lánaðan hjá Bubba Morthens og ætluðu að stela.
Upptaka (mjög léleg) er til af tónleikunum á Soundcloud.
Tónlist frá útsendingarlogg 2025-03-27
200.000 NAGLBÍTAR - Stopp Nr. 7.
Una Torfadóttir - Fyrrverandi.
Green Day - Wake Me Up When September Ends.
HJÁLMAR OG MUGISON - Ljósvíkingur.
Fender, Sam - Arm's Length.
DIANA ROSS & THE SUPREMES - Stop! In The Name Of Love.
STEPHEN SANCHEZ - Until I Found You.
Elín Hall, RAVEN - fyllt í eyðurnar (lifandi flutningur í Hljóðriti).
PELICAN - Jenny darling.
BLINK 182 - I miss you.
Dina Ögon - Jag vill ha allt.
Suede - Beautiful ones.
Warren, Alex - Ordinary.
Jón Jónsson Tónlistarm., Una Torfadóttir - Vertu hjá mér.
Röyksopp - Poor Leno.
Bríet - Sólblóm.
LEXZI - Bang bang.
Take That - Back for good.
DEPECHE MODE - Shake The Disease.
PÉTUR KRISTJÁNS & BJARTMAR - Ástar óður.
THE BEATLES - A day in the life.
Árný Margrét - Greyhound Station.
DE LA SOUL - Me Myself and I.
TOM ODELL - Real Love.
Haim hljómsveit - Relationships.
MAGNI & ÁGÚSTA EVA - Þar til að storminn hefur lægt.
AMABADAMA - Óráð.
FERGIE - Big Girls Don't Cry.
Bon Iver - Everything Is Peaceful Love.
SYKUR - Cars and Girls ft. GDRN.
TALKING HEADS - Road To Nowhere.
Huginn - Veist af mér.
GENESIS - Follow You, Follow Me.
John Kongos - He's Gonna Step On You Again.
HAPPY MONDAYS - Step On.
Spacestation - Búinn að vera.
SIGRID - Don't kill My Vibe.
EMILÍANA TORRINI - Me And Armini.
Stefán Hilmarsson - Heimur allur hlær.
SKRIÐJÖKLAR - Aukakílóin.
SIOUXSIE & THE BANSHEES - Dear prudence.
Ágúst Þór Brynjarsson - Eins og þú.

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Öryggisumhverfi Íslands hefur gjörbreyst á skömmum tíma, segir ríkislögreglustjóri. Yfirlögregluþjónn segir Íslandi helst stafa ógn af netárásum, falsfréttum, njósnum og skipulagðri brotastarfsemi.
Leiðtogar næstum þrjátíu ríkja, þar á meðal Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra, sitja fund í París í dag, þar sem rætt verður um leiðir til að tryggja öryggi Úkraínu.
Fjármálaráðherra segir fráleitt að skattheimta ráðist af því verði sem útgerðir gefi upp í viðskiptum við sjálfar sig. Veiðigjaldsfrumvarpinu sé ætlað að leiðrétta þann augljósa galla.
Deilur milli ráðamanna í Suður-Súdan undanfarnar vikur náðu hámarki í nótt þegar hermenn handtóku varaforseta landsins. Flokkur hans segir það ógna friðarsamkomulagi í landinu sem batt enda á borgarastyrjöld.
Verðbólga hefur ekki verið minni í rúm fjögur ár og mælist nú 3,8% þrjú komma átta prósent.
Garðyrkjubændur hafa beðið mánuðum saman eftir svörum um hvort þeir fá bætur vegna einnar verstu uppskeru í útirækt í áratugi. Ráðherra hefur lofað svörum fyrir páska, sem mörgum þykir fullseint.
Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn hjá ríkinu eru með allt að tuttugu prósentum lægri laun en félagar þeirra hjá sveitarfélögunum, segir formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna.
Af sextíu og sjö borgarreknum leikskólum þurftu fjörtíu og níu leikskólar að skerða þjónustu vegna manneklu. Áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna segir þetta skapa álag á starfsfólk og heimilin.
Réttarhöldin yfir Gjert Ingebrigtsen standa yfir í Noregi. Í gær bar dóttir hans vitni gegn honum og lýsti andlegu og líkamlegu ofbeldi

Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Margrét Erla Maack
Það var mikið fjör í Popplandi þennan fimmtudaginn, Margrét og Lovísa við stýrið og fjölbreytt flóra af tónlist. Vorboðinn Elín Björns kíkti við og kom hlustendum í smá vor-gír. Árni Matt og Júlía Ara gerðu upp plötu vikunnar Reykjavík Syndrome með hljómsveitinni Spacestation. Póstkort frá KUSK og Óvita sem og frá Uppáhellingunum.
Grýlurnar - Valur og jarðaberjamaukið hans.
MATTHÍAS MATTHÍASSON - Hoppum út í heita sól (úr Rocky Horror).
Retro Stefson - Fram á nótt.
Chappell Roan - The Giver.
Jungle - Back On 74.
DIDDÚ - Vorið kemur (Vikivaki I) (LP).
M.I.A. - Paper Planes.
K.óla - Vinátta okkar er blóm.
EGILL ÓLAFSSON - Að hika (Hann virðist á nálum).
MADONNA - Hung Up.
Spacestation - Í draumalandinu.
Spacestation - Loftið.
Spacestation - Hvítt vín.
Spacestation - California.
PET SHOP BOYS - West End Girls.
GUNS N' ROSES - Sweet Child O' Mine.
Una Torfadóttir, Leikhópur úr sýningunni Stormur - Málum miðbæinn rauðan.
Parton, Dolly, Carpenter, Sabrina - Please Please Please.
Parcels - Overnight.
SUPERSPORT! - Hring Eftir Hring.
Superserious - Duckface.
Good Neighbours - Ripple.
MADNESS - It Must Be Love.
Óviti, Kusk og Óviti, KUSK - Loka augunum.
HIPSUMHAPS - Lsmlí (Lífið sem mig langar í).
KUSK & ÓVITI - Elsku vinur.
KUSK, Óviti, Kusk og Óviti - Læt frá mér læti.
Dacus, Lucy - Ankles.
Júníus Meyvant - Raining Over Fire.
KK & MAGNÚS EIRÍKSSON - Óbyggðirnar Kalla.
Cat Burns - GIRLS!.
SEAL - Crazy.
Bubbi Morthens, Friðrik Dór Jónsson - Til hvers þá að segja satt?.
Saint Motel - Cold cold man.
Perez, Gigi - Chemistry (Radio Edit).
Viagra Boys - Uno II (Lyrics!).
Haim hljómsveit - Relationships (Clean).
Stranglers - Always the sun.
Adel the Second - The Unluckiest Boy Alive.
Ting Tings, the - Shut up and let me go.
Grace Jones - My Jamaican Guy.
Boone, Benson - Sorry I'm Here For Someone Else.
LEAVES - Breathe.
Roy Ayers - Everybody Loves the Sunshine.
UPPÁHELLINGARNIR - Vor í Reykjavík.
Stuðmenn - Vor fyrir vestan.
EZRA COLLECTIVE & OLIVIA DEAN - No One’s Watching Me.
VIAGRA BOYS - Uno II.
Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Sigurður Þorri Gunnarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
„Við eigum ekki í stríði en það eru heldur ekki friðartímar,“ sagði Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri í upphafi ráðstefnu um örygissmál sem fram fór í dag. Þar kom fram í máli Karls Steinars Valssonar yfirlögregluþjóns hjá ríkislögreglustjóra að á Íslandi væru stundaðar njósnir Nefndi Karl Steinar m.a. kínversk stjórnvöld og rússa í þessu sambandi. Karl Steinar var gestur í Síðdegisútvarpinu í dag.
Jónas G. Allansson, skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, hélt á sömu ráðstefnu erindi um hlutverk og sýn skrifstofunnar. Þar kom ýmislegt fram. Meðal þess var að í kringum 100 manns starfa með beinum hætti við varnarmál í dag. Jónas spáir því að á næstu 5 árum kunni þessi fjöldi að tvöfaldast. Við hringdum í Jónas.
Leikkonan Katla Þórudóttir Njálsdóttir hefur vakið athygli fyrir frammistöðu sína, bæði í sjónvarpi og kvikmyndum. Katla hlaut verðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki á Eddu-verðlaunum í gær en hún stundar nám við LHÍ og útskrifast í vor – vel gert, fyrstu verðlaunin og hún ekki einu sinni útskrifuð. Katla kom í Síðdegisútvarpið.
Tvíburarnir Eyrún og Eygló Ingadætur eru eineggja eftir allt saman – hafa í 57 ár haldið að þær væru tvíeggja en nú hefur þetta verið staðfest. Þær systur koma í heimsókn í síðdegisútvarpið í dag.
Það bárust af því fréttir að Strætó hefði skilað hagnaði og þetta er í fyrsta sinn síðan 2017 sem það gerist. Jóhannes Svavar Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó verður á línunni hjá okkur í dag og við spyrjum hann út í hagnaðartölur og einnig um ástandið í Mjóddinni þar sem unglingar hafa verið með ólæti og skarkala í vögnum og á biðstöðinni og hvað sé til ráða fyrir vagnstjóra og farþega í Strætó á þessum slóðum.
Frá og með 2. apríl 2025 þurfa Íslendingar á leið til Bretlands að hafa sótt um rafrænt ferðaleyfi (ETA, Electronic Travel Authorisation) áður en þeir ferðast en opnað verður fyrir umsóknir 5. mars 2025. Við heyrum í Sendiherra Íslands í Bretlandi Sturlu Sigurjónssyni.
Það voru Siggi Gunnars og Hrafnhildur Halldórsdóttir sem höfðu umsjón með þætti dagsins.
Fréttir
Fréttir
Samkeppniseftirlitið og héraðssaksóknari ætla að ræða við ráðherra um þá stöðu sem upp er komin í rannsókn á samkeppnislagabrotum, eftir að fella þurfti niður mál fjögurra stjórnenda hjá Samskipum og Eimskip vegna manneklu
Leiðtogar Evrópuríkja sem komu saman í París í dag telja frekar ástæðu til að herða á viðskiptaþvingunum gagnvart Rússum en að aflétta þeim fyrr en friður kemst á. Forsætisráðherra segir Ísland geta stutt við frið í Úkraínu á margvíslegan hátt.
Bannað verður að breyta húsaleiguverði á fyrstu tólf mánuðum leigutímans nái nýtt frumvarp félagsmálaráðherra fram að ganga.
Nýr mennta- og barnamálaráðherra segir liggja í augum uppi að bætt starfsskilyrði kennara eigi eftir að skila sér til íslenskra nemenda.
Nú hillir undir nýja ríkisstjórn á Grænlandi. Heimildir fréttastofu KNR – ríkisútvarps Grænlands – herma að fjórir af fimm flokkum á þingi ætli að mynda breiða samsteypustjórn.
Fimm særðust í hnífstunguárás við Dam-torgið í miðborg Amsterdam í morgun.
Umsjón: Þorgils Jónsson og Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Kormákur Marðarson
Stjórn útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Rannsókn héraðssaksóknara á samkeppnislagabrotum fjögurra starfsmanna Samskipa og Eimskips var hætt í desember þar sem of langt hlé hafði verið gert á rannsókninni og hún taldist því fyrnd. Fjórir voru með réttarstöðu sakbornings í nærri sjö ár. Héraðssaksóknari og Samkeppniseftirlitið ætla að ræða stöðuna við dómsmálaráðherra. Formaður Neytendasamtakana segir samkeppnislagabrot hafa lítinn fælingarmátt ef engin sætir ábyrgð. Freyr Gígja Gunnarsson rýndi í málið og ræddi við Ólaf Þór Hauksson og Breka Karlsson.
Sveitarstjórnir víða um land hafa lýst efasemdum um þær breytingar sem ríkisstjórnin hefur boðað á strandveiðum svo tryggja megi 48 daga samfellda vertíð. Ekki hafi verið sýnt fram á hvert eigi að sækja veiðiheimildir fyrir aukna strandveiði. Það megi ekki skerða kvóta til annarra útgerða. Ágúst Ólafsson fjallar um þetta og ræðir við Gylfa Ólafsson og Jón Björn Hákonarson.
Í dag lýkur alþjóðlegri, tveggja daga ráðstefnu í Jerúsalem, um gyðingahatur og hvernig skuli takast á við það. Ráðstefnan er haldin á vegum ráðuneytis um málefni gyðinga utan Ísraels og baráttu gegn gyðingahatri, undir yfirskriftinni: Hver eru helstu öflin á bak við gyðingahatur nútímans? Umræðuefnið er aðkallandi, því andúð og hatur í garð gyðinga hefur sannarlega farið vaxandi í hinum vestræna heimi undanfarin misseri. Þátttaka fjölda evrópskra öfga-hægrimanna hefur hins vegar vakið mikla gagnrýni og margir hættu við þátttöku. Ævar Örn Jósepsson segir frá.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Kormákur Marðarson
Í Undiröldinni heyrir þú nýja íslenska tónlist úr ýmsum áttum sem gæti mögulega slegið í gegn á næstu vikum. Þetta gæti verið popp, raftónlist, rapp, kántrí, þungarokk eða djass - en eina sem er 100% hægt að lofa - er að lögin sem eru spiluð eru ný og íslensk .
Umsjón: Þorsteinn Hreggviðsson.
Lagalistinn
Daníel Ingi Guðmundsson - Ef ástin væri eilíf.
Birnir - LXS.
Johnny Blaze & Hakki Brakes - Miðstöðin.
Mr. Silla - Miðstöðin.
Tómas Jónsson - Í dag.
Yung Nigo Drippin' - Svo Fly.
Supersport! - Stærsta hugmyndin.
Einar Vilberg Einarsson - Out of Line.

Fréttastofa RÚV.
Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmenn: Þorsteinn Hreggviðsson og Rósa Birgitta Ísfeld.
Ný tónlist úr öllum áttum á kvöldvaktinni, Souleance, Salami Rose, Chris Lake, Arc de Soleil og Dream Wife sem einmitt héldu tónleika í kvöld á Iðnó.
Svo er töluverður spenningur á Kvöldvaktinni fyrir tónleikum Pharcyde og Caribou á Íslandi sem verða síðar á árinu.
Una Torfa & Jón Jónsson - Vertu hjá mér
13th Ward Social Club - Three of cups
Kaleo - Back door
Durand Jones and the Indications - Been so long
Yukimi - Peace Reign
Cousin Kula - Move over
Jacob Alon -Liquid Gold 25
Derya Yildirim & Grup Şimşek - Güneş
Oracle Sisters - Drink the ocean
Dream Wife - Room 341
Björg Pé - Tímabært
Arc De Soleil - Dunes of Djoser
Souleance - Kaymak
Páll Óskar & Benni Hemmi Hemm - Allt í lagi
Indi Blue - Found you when I stopped
Salami Rose Joe Louis - Dribs and drags
Jennie - Damn Right
The Weeknd - Wake me up
Billy Woods - Misery
The Pharcyde - Drop
Chris Lake - Ease my mind
Bonobo - Dark will fall
Momma - I want you
Katrín Myrra & Klara Einarsdóttir - VBMM
Mount Kimbie - The Trail
Lucy Dacus - Ankles
Steve Sampling - Draugadansinn
James K - Ultra Facial!
Greentea Peng - Whatcha mean
Mau P - The less I know the better
Yaeji - Pondeggi
Caribou - Can´t do without you
Grimes - Genesis
Phonique feat Erlend Øye - Casualties ( Morgan Geist Remix)
Hidden Spheres - Trust the feeling
Sabrina Carpenter & Dolly Parton - Please please please
Tónleikaupptökur víðsvegar að úr heiminum, frá ýmsum tímum og úr ólíkum tónlistaráttum. Nýjar og gamlar tónleikaupptökur úr safni Rásar 2 í bland við upptökur frá tónlistarhátíðum erlendis sem vinir Rásar 2 í EBU bjóða upp á.
Það sem við bjóðum uppá í Konsert kvöldsins eru útgáfutónleikar Egils Ólafssonar sem fóru fram í Fríkirkjunni í Reykjavík daginn sem hann varð sextugur þann 9. Febrúar árið 2013 og tilefnið er skemmtilegt.
Í fyrsta lagi var hann að gefa þessa tónleika út á vinyl í fyrsta sinn núna á dögunum í takmörkuðu upplagi. Og svo í gær tóku þau hjónin Egill og Tinna Gunlaugsdóttir á móti heiðursverðlaunum Íslensku sjónvarps og kvikmyndaakademíunnar, ÍKSA, við hátíðlega athöfn á Hiltonhótelinu í Reykjavík.
Egill er einn merkasti og afkastamesti tónlistarmaður íslenskrar dægurtónlistarsögu sendi frá sér frábæra plötu haustið 2012, plötuna Vetur, .og það var verið að fagna útgáfu hennar þarna í Fríkirkjunni á afmælisdegi söngvarans og tónskáldsins Egils og leikarans – 9. febrúar 2013.
Þetta var laugardagskvöld og kirkjan var troðfull af fólki .sem beið í eftirvæntingu eftir að fá að heyra hvað Egill ætlaði að syngja með hljómsveitinni – Finnsk íslenska vetrarbandalaginu, og eins hvað hann ætlaði að segja - en Egill er mikill og skemmtilegur sögumaður eins og alþjóð veit.