16:05
Tengivagninn
Djazzhátíð, Karlovy Vary, Found Records, Alveg eins og alvöru
Tengivagninn

Í Tengivagninum er fjallað um það helsta sem er að gerast í menningu í sumar.

Í fyrri hluta þáttar er rætt við Helenu Margréti Jónsdóttur sem opnar sýninguna Alveg eins og alvöru í D-sal Hafnarhússins annað kvöld. Ásgeir H. Ingólfsson segir frá kvikmyndahátíðinni í Karlovy Vary og Þórður Ingi Jónsson ræðir við stofnanda Found Records í Los Angeles.

Og í síðari hluta þáttarins verður spilaður jazz því í dag hefst Djazzhátíð Reykjavíkur. Jón Ómar Árnason listrænn stjórnandi hátíðarinnar verður gestur okkar og segir frá áherslunum í ár, listamönnunum sem stíga á stokk og málþingi sem fjallar um steríótýpísk hlutverk innan senunnar.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 1 klst. 55 mín.
,