Starfsemin
RÚV sinnir hlutverki sínu með miðlun efnis á vef, í útvarpi og í sjónvarpi.
Hið þríþætta hlutverk Ríkisútvarpsins birtist í áherslum í fréttum, menningarefni og afþreyingu í útvarpi, sjónvarpi og öðrum miðlum. RÚV miðlar texta, hljóði og myndum og sinnir öryggisþjónustu á sviði útvarps.
RÚV flytur fréttir í útvarpi, sjónvarpi og á vef allan sólarhringinn, alla daga ársins. Útvarpsrásirnar eru Rás 1 og Rás 2 auk þess sem útvarpsrásin Rondó er send út á rúv.is. Á RÚV er send út fjölbreytt sjónvarpsdagskrá og á RÚV 2 eru margvíslegar útsendingar. Á rúv.is er fréttavakt allan sólarhringinn og nær allt dagskrárefni sjónvarps og útvarps er aðgengilegt í spilara RÚV (auðvelt að sækja á snjalltækjum).
RÚV sala er dótturfélag Ríkisútvarpsins. Félagið heldur utan um tekjuöflun RÚV, svo sem sölu á auglýsingum, útleigu á húsnæði og búnaði, sölu á safnaefni og sölu á dagskrárefni innanlands og utan.
Starfsstöðvar RÚV eru í Útvarpshúsinu við Efstaleiti 1 í Reykjavík, Hólabraut 13 á Akureyri, Borgarbraut 54 í Borgarnesi og Miðvangi 2-4 á Egilsstöðum.
Stefna og vinnureglur
- Kosningaumfjöllun RÚV - Forsetakosningar 2024
- Stefna RÚV 2022 – 2026 (vefur)
- Stefna RÚV 2022 - 2026 (pdf)
- RÚV strategy 2022 - 2026 (english)
- Aðgengisstefna - mars 2022
- Málstefna
- Jafnréttisáætlun RÚV 2021-2024 - 29. sept 2021
- Umhverfis- og loftslagsstefna RÚV - 2022
- Jafnlaunastefna
- Innkaupastefna
- Siðareglur RÚV
- Reglur um meðferð athugasemda
- Vinnureglur um fréttir og dagskrárefni og um þátttöku frambjóðenda í almennum kosningum í dagskrá Ríkisútvarpsins
- Reglur um uppsagnir frétta- og dagskrárgerðarmanna
- Reglur um hlutlægni og áreiðanleika
- Verklagsreglur vegna uppljóstrunar starfsfólks um lögbrot eða aðra ámælisverða háttsemi í starfsemi Ríkisútvarpsins
- Viðbragðsáætlun vegna eineltis og áreitni
- Upplýsingaöryggisstefna Ríkisútvarpsins
- Reglur og viðmið um notkun gervigreindar hjá RÚV
- Tónlistarstefna RÚV (drög)
- RÚV á samfélagsmiðlum
Miðlar RÚV
Fréttaþjónusta
Fréttastofa RÚV flytur fréttir í útvarpi, sjónvarpi og á vefnum allan sólarhringinn alla daga ársins og færir landsmönnum nýjustu tíðindi og fréttaskýringar af innlendum sem erlendum vettvangi.
Fréttaþjónusta RÚV er sjálfstæð, áreiðanleg, almenn og hlutlæg. Hún er vettvangur fyrir mismunandi skoðanir á málum sem efst eru á baugi hverju sinni og almenning varða. Vandaðir sjónvarpsfréttatímar og veðurfréttatímar eru daglega en fjóra daga vikunnar eru þeir tveir dag á dag. Þá eru daglega táknmálsfréttir í sjónvarpi.
Útvarpsfréttatímar í beinni útsendingu eru 16-17 talsins hvern dag auk veðurfrétta sem fluttar eru fimm sinnum á dag. Fréttamenn eru á vakt allan sólarhringinn og uppfæra vefinn RÚV.is með því allra nýjasta hverju sinni. Þá er boðið upp á fréttaskýringarþætti þar sem kafað dýpra í mál líðandi stundar.
Önnur föst verkefni fréttastofunnar eru fréttaannálar í útvarpi og sjónvarpi. Beinar útsendingar frá stefnuræðu forsætisráðherra, eldhúsdagsumræðum á Alþingi sem og frá setningu Alþingis auk umfjöllunar um kosningar til sveitarstjórnar, Alþingis og forseta Íslands.
Fréttastofa RÚV er hluti af almannavörnum og sinnir mikilvægri öryggisþjónustu vegna jarðhræringa, veðurs, ófærðar og annarra stóratburða. Fer fyrirvaralaust í útvarps- og sjónvarpsútsendingar er almannahagsmunir liggja við.
Aðgengismál
Ríkisútvarpið tekur það hlutverk sitt alvarlega að veita heyrnar- og sjónskertum víðtæka þjónustu jafnt við miðlun menningar og upplýsinga er varða allan almenning og stuðla að því að heyrnar- og sjónskertir fái upplýsingar og geti verið virkir þátttakendur í samfélaginu. Okkar metnaðarmál er að sinna öllum landsmönnum eins vel og kostur er og leitum sífellt nýrra og betri leiða til að tryggja það.
Allt fyrirfram unnið dagskrárefni Ríkisútvarpsins, íslenskt sem erlent, er sent út með texta. Texti með innlendu efni er birtur á síðu 888 í textavarpinu. Kvöldfréttir kl. 19 og íþróttir að þeim loknum eru sendar út með skjátexta. Innlendir þættir sem ekki næst að texta fyrir frumsýningu eða sýndir eru í beinni útsendingu eru textaðir fyrir endursýningu. Allt erlent efni, jafnt fréttir sem fróðleikur og afþreying, er þýtt og sent út með íslenskum texta, nema í fáeinum tilvikum þegar erlent efni er sýnt í beinni útsendingu. Markmiðið er að auka þessa þjónustu enn frekar.
Sem fyrr flytur RÚV daglega fréttir á táknmáli og þær eru jafnframt aðgengilegar í Vefspilaranum á rúv.is. RÚV er eina íslenska fréttaveitan sem býður upp á sjónvarpsfréttir ætlaðar heyrnarlausum. Þegar flytja þarf fréttir af náttúruhamförum sem snerta alla landsmenn er kallaður til rittúlkur sem og þegar túlka þarf lengri viðtöl og annað efni í beinni útsendingu. Í aðdraganda kosninga er rittúlkur nýttur eftir föngum.
Með endurbættum vef er lögð áhersla á að greina frá efni þátta í öllum miðlum RÚV svo aðgengi heyrnarskertra að útvarpsþáttum eykst. Þar er líka gott aðgengi að fréttum og fréttavakt allan sólarhringinn. Vefurinn er aðgengilegur skjálesurum sem blindir og sjónskertir nota. Íslensk vefþula er einnig í boði á vefnum en hún les upphátt allan texta. RÚV.is er jafnframt hannaður í samvinnu við aðgengissérfræðinga.
Ríkisútvarpið kappkostar að sinna aðgengismálum eftir bestu getu og því tökum við öllum ábendingum fagnandi hvað þetta varðar.
Ný aðgengisstefna RÚV var kynnt í mars 2022 og má nálgast hér