
Hvað eru sögur?
Sögur eru stórt samstarfsverkefni margra stofnana sem allar vinna að barnamenningu og sköpun með því að veita börnum á aldrinum 6-12 ára (fædd 2012-2018) tækifæri að spreyta sig á sögugerð. Sögur geta birst í formi leikrita, laga og texta, stuttmynda og smásagna svo dæmi séu tekin, allt eftir því hvað heillar hverju sinni. Markmið verkefnisins er að auka áhuga barna á sögugerð á fjölbreyttu formi, sýna börnum að hverju hugmyndir þeirra geta orðið og upphefja þannig barnamenningu á Íslandi.
Sögur – verðlaunahátíð barnanna er lokapunkturinn í þessu stóra samstarfsverkefni þar sem verk barnanna eru verðlaunuð og þau fá tækifæri til að verðlauna það menningarefni fyrir börn sem þeim finnst hafa skarað fram úr á liðnu ári. Veitt eru verðlaun fyrir lag og texta ársins, tónlistarflytjanda ársins, barnabók ársins, íslenska eða þýdda, heiðursverðlaunahafa og svo mætti lengi telja. Kosning fer fram á vef KrakkaRÚV í apríl og maí.
Söguveturinn 2024-2025
Dagana 1. október til 30. nóvember 2024 gefst börnum tækifæri á að senda inn leikrit, stuttmyndahandrit, lag og texta eða smásögu sem þau hafa skrifað og langar að koma á framfæri.
Dómnefndir munu velja sögurnar sem komast áfram en höfundar þeirra munu fá tækifæri til að taka þátt í skapandi smiðjum undir handleiðslu fagfólks sem leiðbeinir og hjálpar þeim að gera góða sögu enn betri.
Um áramótin verður valið úr innsendum sögum og þá hefst mjög spennandi ferli. KrakkaRÚV mun framleiða stuttmyndir eftir völdum stuttmyndahandritum og Leiklistarskóli Borgarleikhússins mun hefja undirbúning sýninga á verðlaunaleikritum.
Menntamálstofnun undirbýr útgáfu á smásagnasafni með sögum og myndefni eftir börn og loks verða verðlaunalögin útsett og tekin upp í hljóðveri með aðstoð fagfólks. Athugið að lagahöfundar sem eiga lög sem komast áfram fá tækifæri til að velja flytjanda sinn!
Hvað er smásaga?
Hvað er smásaga?
Um hvað á sagan að fjalla?
Hvað má smásagan vera löng?
Hvað einkennir góða smásögu?
Þarf að senda inn ljósmynd með smásögum?
Hvenær er skilafrestur?
Hvert á að skila smásögu?
Hvað svo?
Hvernig skrifarðu smásögu?
Risastórar smásögur í 5 ár
Viltu senda inn stuttmyndahandrit í Sögur?
Hvað er stuttmynd?
Um hvað á hún að fjalla?
Hvað á stuttmyndin að vera langt?
Hvað einkennir góða stuttmynd?
Hvenær er skilafrestur?
Hvert á að senda stuttmyndahandrit?
Hvað svo?
Hvernig skrifarðu stuttmyndahandrit?
Stuttmyndir frá 2022
Viltu senda inn leikrit í Sögur?
Hvað er leikrit?
Um hvað á hún að fjalla?
Hvað á handritið að vera langt?
Um hvað á leikritið að fjalla?
Hvenær er skilafrestur?
Hvað svo?
Hvernig skrifarðu leikritahandrit?
Viltu senda inn lag og texta í Sögur?
Hvað er lag og texti?
Um hvað á það að fjalla
Hvað á lagið að vera langt?
Hvenær er skilafrestur?
Hvert á að senda lag og texta?
Hvað svo?
Samstarfsaðilar







