Skilareglur fyrir dagskrárefni í sjónvarp

Allt efni sem RÚV tekur á móti til birtingar í sjónvarpi þarf að uppfylla staðla útsendingakerfa. Hér má finna leiðbeiningar um hvernig efni skal skilað.

Skil á dagskrárefni til RÚV

Skil á öllu dagskrárefni og upplýsingar um þau gögn sem þörf er á að fá fer rafrænt í gegnum mitt.ruv.is. Flýtileið má finna hér að neðan

Eftirfarandi gögn þurfa að fylgja með dagskrárefni:  

Skila efni rafrænt

Hér hleður þú inn upplýsingum og viðbótargögnum um dagskrárefni til RÚV. Öll lýsigögn þarf að skila inn rafrænt í gegnum mitt.ruv.is

Skrá gögn

Skýr heiti skráa

  • Skrár sem skilað er inn skal merkja með skýrum hætti.  
    Dæmi: S01_EP01_Nafn á seríu.mxf 
  • Möppur á þjóninum skulu einungis vera merktar titlum dagskrárefnis en ekki framleiðslufyrirtæki eða öðru.
  • Skilafrestur er 10 virkum dögum fyrir sýningu á dagskrárefni.

Mikilvægt er að senda staðfestingarpóst um skil myndskráa á media.center@ruv.is. Annars telst efni ekki móttekið.

Staðlar fyrir mynd

Staðlar fyrir hljóð

Útsendingareintak af mynd/þætti

Vinsamlegast sendið skýrar niðurhalsupplýsingar ef notaðir eru aðrir þjónar eða skilaleiðir.

Sendið tölvupóst á media.center@ruv.is þegar búið er að senda efni.

Hlaða upp útsendingareintaki af kvikmynd eða þætti

Hlaða skal upp útsendingarefni í gegnum Signiant-gátt RÚV. Setja þarf upp Signiant vafraviðbótina. Útgáfa þarf að vera upprunaleg útgáfa með grafík og kredit, enginn innbrenndur skjátexti. 

Hlaða upp útsendingarefni

Kynningarefni, stiklur og annað fyrir dagskráefni 

  • Skila skal fullunnum stiklum fyrir hvern þátt eða verkefni í síðasta lagi tveimur vikum fyrir sýningu.  
  • Stiklan þarf að vera 30-40 sekúndur, passa skal að það sé ca. 10 sekúndna hali í lokin fyrir rödd RÚV þar sem er bara tónlist, ekkert tal. 
  • Stiklum skal skilað með sundurliðuðum hljóðsporum. Tal, effektar og tónlist, allt á sér hljóðsporum fyrir hljóðvinnslu.    
  • Ekki setja grafík í lokin á stiklunni. 
  • Aðrar tæknilegar þarfir þurfa að vera eins og kemur fram hér að ofan. 

Í lokin er sett grafík í neðra vinstra hornið sem og efra hægra hornið sem er alltaf eins, gera skal ráð fyrir því. Sjá mynd:

Sýnishorn af nýrri skjágrafík RÚV árið 2024 og hvernig hún birtist í dagskrárkynningum í sjónvarpinu.
RÚV

Grafík, lokaskilti og annað má finna á síðunni um merki RÚV.

Samfélagsmiðlar

  • Kynningarmynd í hlutföllum: 1:1, 4:5 og 9:16 til notkunar á Facebook og Instagram.
  • Stutt myndbönd í hlutföllum 4:5 og 9:16 til notkunar á Facebook, Instagram og TikTok. Myndbönd skulu vera textuð og efnið getur verið eitthvað af eftirfarandi:
    • Sérframleitt efni
    • Brot úr þættinum
    • „Behind the scenes“-efni