Skila efni rafrænt
Hér hleður þú inn upplýsingum og viðbótargögnum um dagskrárefni til RÚV. Öll lýsigögn þarf að skila inn rafrænt í gegnum mitt.ruv.is
Allt efni sem RÚV tekur á móti til birtingar í sjónvarpi þarf að uppfylla staðla útsendingakerfa. Hér má finna leiðbeiningar um hvernig efni skal skilað.
Skil á öllu dagskrárefni og upplýsingar um þau gögn sem þörf er á að fá fer rafrænt í gegnum mitt.ruv.is. Flýtileið má finna hér að neðan
Eftirfarandi gögn þurfa að fylgja með dagskrárefni:
Hér hleður þú inn upplýsingum og viðbótargögnum um dagskrárefni til RÚV. Öll lýsigögn þarf að skila inn rafrænt í gegnum mitt.ruv.is
Mikilvægt er að senda staðfestingarpóst um skil myndskráa á media.center@ruv.is. Annars telst efni ekki móttekið.
Vinsamlegast sendið skýrar niðurhalsupplýsingar ef notaðir eru aðrir þjónar eða skilaleiðir.
Sendið tölvupóst á media.center@ruv.is þegar búið er að senda efni.
Hlaða skal upp útsendingarefni í gegnum Signiant-gátt RÚV. Setja þarf upp Signiant vafraviðbótina. Útgáfa þarf að vera upprunaleg útgáfa með grafík og kredit, enginn innbrenndur skjátexti.
Í lokin er sett grafík í neðra vinstra hornið sem og efra hægra hornið sem er alltaf eins, gera skal ráð fyrir því. Sjá mynd:
Grafík, lokaskilti og annað má finna á síðunni um merki RÚV.
Hlaða skal stiklum (trailerum) vel merktum á Signiant-gátt kynningardeildar. Mikilvægt er að senda póst á kynningardeild@ruv.is til að tilkynna skil.