Athugið að þessi frétt er meira en 1 mánaðar gömul

Ævintýrajóga

Erla Hrund Halldórsdóttir

,

Þóra Rós Guðbjartsdóttir byrjaði að þróa hugmyndina í covid-faraldrinum þegar hún leitaði að íslensku jógaefni fyrir sín eigin börn og komst að því að úrvalið var lítið. Þá kviknaði hugmyndin að Ævintýrajóga.

„Mig langaði að gera jóga spennandi fyrir börn og búa til heim þar sem þau geta leikið sér, róað hugann og hreyft sig á sama tíma. Jóga hjálpar okkur að taka hlé frá daglegu amstri og börn þurfa það alveg eins og við!“ segir Þóra Rós.

Í hverjum þætti fara börnin í nýtt ævintýri þar sem þau taka þátt í æfingum sem örva bæði ímyndunarafl og vellíðan. Þættirnir eru frábær leið fyrir foreldra og kennara til að kynna jóga fyrir börnum á einfaldan og leikrænan hátt.

Ævintýrajóga er á RÚV á fimmtudögum og í spilara KrakkaRÚV

Vertu með og upplifðu ævintýrið með börnunum þínum!