Jólakveðjurnar þínar verða lesnar fyrir jólin
Þú getur pantað jólakveðjur á netinu fyrir jólin 2024. Lestur jólakveðja hefst að kvöldi 22. desember og lesið er alla Þorláksmessu.
Jólakveðjur frá hlustendum hafa í áratugi verið lesnar í útvarpinu fyrir jól. Engin breyting verður á því í ár. Anna María Benediktsdóttir, Sigvaldi Júlíusson, Stefanía Valgeirsdóttir, Atli Freyr Steinþórsson og Guðríður Leifsdóttir lesa kveðjurnar að þessu sinni. Á myndina vantar Önnu Sigríði Einarsdóttur sem einnig les kveðjur.
RÚV