Útvarpsþing 2024: Fjölmiðlar og fræðsla
Útvarpsþing Ríkisútvarpsins hefst klukkan níu í dag, fimmtudaginn 3. október. Yfirskrift þingsins í ár er Fjölmiðlar og fræðsla og verður málið rætt frá ýmsum sjónarhornum og menntahugtakið skilgreint á víðan hátt.
Útvarpsþing hefur verið haldið reglulega um tíu ára skeið þar sem rædd hafa verið margvísleg málefni sem snerta fjölmiðla og Ríkisútvarpið. Á síðasta ári var rætt um lýðræðishlutverk fjölmiðla en nú er komið að fræðslu- og menntunarhlutverki þeirra.
Hér má nálgast dagskrána í heild sinni. Hægt er að horfa í beinni útsendingu í spilaranum hér fyrir ofan.