Dreifikerfi RÚV

Það er Ríkisútvarpinu mikið kappsmál að almenningur hafi greiðan og góðan aðgang að dagskrá RÚV í sjónvarpi, útvarpi og á vef. Af þessum sökum hefur Ríkisútvarpið rekið eigið dreifikerfi áratugum saman.

Þeir sem búa utan þéttbýlis og þeir sem ferðast um landið vita að útsendingar RÚV nást misjafnlega vel eftir landssvæðum en sífellt er unnið að þéttingu og úrbótum á hinu viðamikla dreifikerfi. Markmið RÚV er að tryggja samband þar sem búseta er árið um kring, alla þjónustaða vegi og þekkta ferðamannastaði. Ætíð er kappkostað að bregðast við eins fljótt og auðið er þegar útsendingarbúnaður bilar, að auki er nú að störfum hópur sem vinnur heildstæða stefnumörkun til framtíðar í dreifingarmálum Ríkisútvarpsins.

Dreifikerfi Ríkisútvarpsins hefur tvíþætt hlutverk, í fyrsta lagi að miðla þeirri fjölbreyttu dagskrá sem í boði er til landsmanna en auk þess er dreifikerfi RÚV mikilvægur hlekkur í almannavörnum.

RÚV rekur dreifingu í gegnum net, má þar helst nefna RÚV appið sem nálgast má á Android TV, Apple TV, Android Símum og Apple Símum. Þar má nálgast allt efni RÚV í hæstu gæðum.

Notkun internet útvarpa hefur stóraukist. Með internet útvarpi má nálgast beinar útsendingar Rásar 1, Rásar 2 og Rondo.

RÚV er einnig dreift eftir sjónvarpsboxum símafélaganna (IPTV). Sá rekstur er alfarið á vegum þeirra og beinum við öllum erindum að viðkomandi þjónustuaðila.

Allar helstu upplýsingar um dreifikerfi RÚV og svör við algengustu spurningum má nálgast hér fyrir neðan. Aðeins hluti FM dreifikerfis er í virku eftirliti svo við kunnum vel að meta tilkynningar almennings þegar ekki heyrist í útvarpi

Uppfært í febrúar 2023

FM kerfi sinnir hlutverki útvarpsöryggissendinga.

FM kerfi RÚV er byggt upp af rúmlega 230 FM sendum sem ná til allra lögbýla þar sem búseta er árið um kring, alla helstu þjónustaða vegi og til þekktra ferðmannastaða sem raunhæft er að ná til. Uppbygging kerfisins er í sífelldri endurskoðun og hefur RÚV byggt um 30 sendastaði á undanförnum áratug til að styrkja og bæta kerfið. Þessir staðir eru merktir rauðir á kortinu hér efst. Enn frekari þétting kerfisins er nú þegar í vinnslu og er til að mynda stefnt að þéttingu kerfisins á Möðrudal, Öxarfirði, Þverárfjalli, Árneshreppi, Mjóafirði við Ísafjarðardjúp og Svínadal á Vestfjarðarvegi svo dæmi séu tekin.

Hlutverk FM kerfisins er tvíþætt, annarsvegar að sinna almennum útsendingum fyrir Rás1 og Rás 2 og hins vegar að koma á framfæri öryggistilkynningum þegar vá steðjar að. Í því hlutverki er FM dreifikerfi Rásar 2 og er það sér styrkt með sólahrings varaafli á fjölda sendastaða og eru sendar tengdir hljóðverum RÚV með dreifileiðum sem reiða sig ekki á landsdekkandi ljósleiðaranet svo dæmi séu tekin.

RÚV tekur vel á móti ábendingum um hvað betur megi fara í FM kerfinu og hvernig bæta má kerfið í heild til að sinna hlutverki þess enn betur.

Á fáfarnari stöðum þar sem FM kerfi nær ekki til má nýta gervihnattasamband með kerfum á borð við Iridum og Starlink til að ná tvíátta tengingum.

Hér má nálgast gagnvirkt kort sem sýnir staðsetningar FM senda og tíðnir þeirra.

Yfirlit yfir tíðni FM sendinga

FM sendingarRás 1Rás 2
Úlfarsfell93,590,1
Skálafell við Esju92,499,9
Hópsnes við Grindavík98,295,0
Sandgerði98,295,0
VesturlandRás 1Rás 2
Borgarnes97,290,5
Þjóðólfsholt, Borgarfirði92,988,3
Fróðárheiði 95,3
Tjaldanes, Saurbæ88,5102,9
Hreimsstaðir, Norðurárdal98,389,3
Brekkumúli99,291,1
Strútur, Húsafell93,896,8
Holtavörðuheiði105,794,5
Skáneyjarbunga89,895,3
Kambsnes, Búðardal92,589,9
Rauðamelskúla94,8104,1
Borgarland, Stykkishólmi88,096,3
Akurtraðir, Grundarfirði99,491,5
Grundarfjörður, Klakkur100,3102,4
Vallnaholt, Ólafsvík98,690,5
Reykhólar97,493,2
Urðarhjalli, Látrabjarg92,788,7
Patreksfjörður98,589,5
Þinghóll, Tálknafirði99,593,6
Laugabólfsfjall, Arnarfjörður91,998,9
Sandfell, Dýrafirði90,495,8
Holt, Önundarfirði87,991,6
Þverfjall, Breiðadalsheiði94,299,9
Kleif, Súgandafirði90,996,0
Bolungarvík93,587,7
Arnarnes við Ísafjörð89,096,5
Súðavík94,788,3
Bæir, Snæfjallaströnd99,091,5
Ögurnes92,999,5
Nauteyri95,3105,1
Hátungur95,9105,5
Kvíafell100,187,7
Hólmavík98,292,1
Litla-Ávík Trékyllisvík91,7101,5
Hvítabjarnarhóll, Hrútafjarðarhálsi95,190,3
Hnjúkar við Blönduós89,195,5
Hvammshlíðarfjall Þverárleið88,598,4
Grenjadalsfell93,098,0
Skriða Vatnsdal93,597,3
Tungunesmúli, Blöndudal92,599,7
Bólstaðarhlíð, Svartárdal97,493,2
Þrándarhlíðarfjall, Skagafirði102,788,4
Vatnsskarð96,7102,1
Hegranes, Skagafirði90,698,8
Hjaltadalur99,992,4
Sléttahlíð, Glæsibær88,095,8
Fell, Straumnes94,591,9
Haganesvík, Neðra-Haganes97,589,0
Siglufjörður99,088,7
Steinnýjarstaðafjall100,996,9
Norðurland eystraRás 1Rás 2
Öxnhóll, Hörgárdal94,390,4
Fremra Kot90,192,7
Enigmýri 93,794,9
Bægisá, Öxnadal88,997,2
Vaðlaheiði91,696,5
Akureyri94,599,5
Háls, Eyjafjarðardalir95,088,5
Fnjóskadalur Háls103,6100,3
Hóll, Dalvík90,3100,9
Burstabrekkueyri, Ólafsfirði90,594,5
Hrútey við Goðafoss99,890,4
Halldórsstaðir, Bárðardal93,596,9
Gvendarstaðir98,491,0
Skollahnjúkur, Fljótsheiði87,795,5
Húsavíkurfjall97,394,6
Skógarhlíð við Námaskarð99,089,5
Auðnir, Laxárdalur93,7 
Auðbjargarstaðir, Öxarfirði90,793,6
Viðarfjall, Melrakkasléttu88,196,1
Snartastaðanúpur við Kópasker101,388,7
Raufarhöfn91,199,1
Bakkafjörður91,5101,5
Byggðarholt Lóni97,591,1
Höfn í Hornafirði89,293,1
Borgarhafnarfjall97,391,9
Ósnes, Álftafirði99,595,2
Bóndahóll, Djúpavogi93,598,0
Staðarborg, Breiðdal93,697,2
Stöðvarfjörður96,092,7
Grænanípa, Hafnarnesi91,5103,5
Merkigil, Fáskrúðsfirði95,198,2
Borgarfell, Reyðarfirði89,192,3
Hólmaháls, Eskifirði90,496,5
Skuggahlíð, Neskaupstað91,097,4
Seyðisfjörður95,097,8
*Gagnheiði99,887,7
Hjarðarhóll, Fljótsdal95,592,0
Surtarkollur, Jökuldal91,297,2
Háurð, Jökuldal90,594,0
Hamar, Borgarfirði eystra90,597,7
Vegaskarð92,195,9
Merki101,5104,5
Borg101,792,9
Hraunalína, Vopnafirði93,597,4
Dalatangarviti96,7101,9
Gestriðastaðaháls, Axlarkollur98,3103,5
Jórvík, Selfossi103,6106,6
Hlíðarendi, Ölfusi89,5104,0
Klif, Vestmannaeyjum97,188,1
Langholt, Hreppum98,794,1
Búrfell105,7102
Snjóalda89,798,3
Ásgarðsfjall89,395,9
Fjórðungsalda91,595,1
Vík í Mýrdal91,295,6
Fremra Húsafell89,1102,7
Skaftafell95,9101,5
Háfell, austan Víkur í Mýrdal93,898,7
Hátún, Landbroti88,092,4

Sjónvarpið um loftnet

RÚV sendir út sjónvarp í gegnum stafrænt loftnetskerfi Vodafone.

Dreifikerfið nær til yfir 99,9% heimila á landinu og má þar nálgast línulega dagskrá RÚV og RÚV2, Rásar 1, Rásar 2 og Rondo í fullum mynd- og hljóðgæðum.

Til að ná stafrænum útsendingum þarf í fæstum tilvikum aukabúnað en sjónvörp eru seld með stafrænum móttakara fyrir DVB-T2 myndmerki.

Þeir sem eiga eldri tæki þurfa að kaupa stafræna móttakara sem fást víða. Þeir sem það kjósa geta leigt sér myndlykla hjá Vodafone.

Síminn, Vodafone og NOVA bjóða öll upp á þjónustur RÚV í gegnum nettengt kerfi (IPTV). Kerfin eru í fullum eigi og rekstri símafélaganna og því beinum við erindum vegna vandamála til þeirra. Í nettengdum dreifikerfum má nálgast allt efni RÚV, bæði línulega og ólínulega

Netútvarpsstreymi

Mörg netútvörp taka stöðvar frá þriðja aðila, t.d. vefsíðum sem miðla útvarpsstöðvum. RÚV getur ekki tekið ábyrgð á skráningum stöðva og þjónustu við allar þær fjölmörgu síður sem bjóða þessa þjónustu á netinu. Vefdeild RÚV er þó reiðubúin til þess að aðstoða notendur við skráningar útvarpsstöðva okkar á slíkar síður sé þess óskað. Notendum er þá bent á að hafa samband við vefdeild með því að senda póst á netfangið dreifikerfi@ruv.is

Netdreifing í gegnum gervihnött eru hluti af dreifikerfi RÚV

Útsendingar RÚV má nálgast eftir netdreifingu í gegnum gervihnött, má þar nefna tækni á borð við Starlink. Með slíkum netbúnaði má nálgast vefspilara RÚV á ruv.is/sjonvarp fyrir beinar útsendingar ásamt því að nálgast VOD (Video on demand) efni fyrir sjónvarp og útvarp.
Vegna samninga við rétthafa er spilun á sumu efni óleyfilegt utan Íslands. Vefspilarinn býður notendum utan Íslands að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum í síma eða auðkennisappi til að nálgast efni RÚV utan Íslands.
Þess má geta að í vefspilara er hægt að velja um mismunandi myndgæði til að stýra gagnamagni.

Gervihnattadreifing

Dagskrá RÚV, Rásar 1 og Rásar 2 er send út á sjónvarpsgervihnettinum Thor-5. Ríkisútvarpið mun hætta dreifingu hljóðvarps- og sjónvarpsútsendingar um gervihnött í lok árs 2024. Útsendingu má nálgast í gegnum aðrar fjölbreyttar drefileiðir RÚV og annarra fyrirtækja sem dreifa efni RÚV.