FLYTJANDI Silja Rós & Kjalar
LAG Silja Rós og Rasmus Olsen
ÍSLENSKUR TEXTI Silja Rós
ENSKUR TEXTI Silja Rós og Rasmus Olsen

Nafn: Silja Rós

Ertu með gælunafn?
Ekki í dag en ég var kölluð Silly þegar ég bjó í Californiu þegar ég var lítil.

Áttu gæludýr?
Vildi óska þess, ég hef átt hunda og ketti frá því ég var 6 ára. Kisana Týru og Mola og svo hundana Sprett og Jasper. Ég var loksins að flytja í íbúð þar sem ég get verið með allavega kisu þannig það er á döfinni að finna nýjan ferfættling á heimilið.

Ertu með húðflúr?
Ekki ennþá.

Hvert er besta Eurovision lagið, íslenskt eða erlent?
All out of luck & Hold me closer ( Cornelia ) eða Amar Pelos Dois. Þó Olsen bræðurnir fylgi líka sterkir á eftir.

Hvaða þrjú orð lýsa þér best?
Góðhjörtuð, orkumikil, tilfinningavera.

Ertu með leynivopn í keppninni?
Kjalar. Hann er auðvitað á heimavelli í Gufunesi og mjög róandi tilfinning að vita til þess að hann verði á sviðinu með mér.

Það er mjög mikilvægt matarboð framundan. Hvað eldar þú?
Hvítlauksristaða humarhala.

Hversu sterka chili sósu þolir þú?
Ekkert chili takk. Þoli ekkert sterkt.

Hvaða kvikmynd lýsir best lífi þínu?
Risastór spurning! Einhver samblanda af Mean Girls, La la land og zootopiu er það fyrsta sem kemur upp. Veit ekki alveg afhverju zootopia kom sterkt í hugann, en ætli ég tengi ekki bara við þessa litlu þrjósku kanínu sem gefst ekki upp á draumunum sínum.

Hvaða stjörnumerki ertu og skiptir það máli?
Ljón, rísandi bogamaður og tungl í bogamanni s.s þrefaldur eldur.
Að sjálfsögðu.

Hvað gerirðu og hugsar um áður en þú stígur á sviðið?
Yfirleitt hugsa ég bara “ Vá hvað mér er kalt “, því mér verður alltaf kalt rétt áður en ég fer á svið.

Íslenskur texti – Ég styð þína braut

Enskur texti – Together We Grow