FLYTJANDI | MÓA |
LAG | Móeiður Júníusdóttir |
ÍSLENSKUR TEXTI | Móeiður Júníusdóttir og Guðrún Guðlaugsdóttir |
ENSKUR TEXTI | Móeiður Júníusdóttir |
Nafn: Móeiður Júníusdóttir
Ertu með gælunafn?
Móa
Áttu gæludýr?
Já ég á hund sem heitr Úma. Hún er af tegundinni mini schnauzer. Hún er fyrsti hundurinn minn en áður hef ég átt ketti og taldi mig alltaf vera kattamanneskju en komst að því í seinni tíð að ég var allan tímann hundakona. Svona getur maður breyst og skipt um skoðun.
Ertu með húðflúr?
Nei. Hef sem betur fer aldrei látið verða af því að fá mér slíkt.
Hvert er besta Eurovision lagið, íslenskt eða erlent?
Euphoria í seinni tíð. Var alltaf mjög hrifin af Hallelujah.
Hvaða þrjú orð lýsa þér best?
Þrjósk, einbeitt en sveigjanleg.
Ertu með leynivopn í keppninni?
Já – töfrahanskana mína.
Það er mjög mikilvægt matarboð framundan. Hvað eldar þú?
Ég elda vegan mexíkanska súpu samkvæmt leyniuppskrift frá elstu systur minni, besta kokki sem ég þekki. Ég steiki kjúkling og hef til hliðar svo allir fái sitt, kjötætur og veganfólk. Býð upp á vegan sýrðan rjóma frá Outley, tortilla flögur og rifinn vegan ost/pizzaost út á. Frábært að hafa líka bita af avocado með til að toppa súpuna. Því næst baka ég leynivopnið mitt í eftirrétt sem er Rice Crispies marengsterta - öðru nafni „Skáldkonutertan“.
Hversu sterka chili sósu þolir þú?
Þá allra sterkustu, nota tabasco sósu iðulega á mat og fæ mikið kikk út út því að stinga upp í mig wasabi eintómu.
Hvaða kvikmynd lýsir best lífi þínu?
Mary Poppins. Töfrar í hversdagsleikanum og hversdagsleikinn í töfrunum.
Hvaða stjörnumerki ertu og skiptir það máli?
Ég er í nautsmerkinu. Hef gaman af því að pæla í stjörnumerkjum en þar sem ég er í nautsmerkinu hef ég auðvitað litla trú á slíkum fræðum. Þversögn.
Hvað gerirðu og hugsar um áður en þú stígur á sviðið?
Reyni að tæma hugann og fókusera á öndun.