FLYTJANDI | Langi Seli og Skuggarnir |
LAG | Langi Seli, Jón Skuggi og Erik Qvick |
TEXTI | Langi Seli og Jón Skuggi |
Nafn: Axel Hallkell Jóhannesson
Ertu með gælunafn?
Já Seli.
Áttu gæludýr?
Jamm, ég á svartan phoenix.
Ertu með húðflúr?
Nebb.
Hvert er besta Eurovision lagið, íslenskt eða erlent?
Non ho I´etá eftir Gigliola Cinquetti.
Hvaða þrjú orð lýsa þér best?
Hávaxinn,rauðhærður og OK.
Ertu með leynivopn í keppninni?
Já að sjálfsögðu.
Það er mjög mikilvægt matarboð framundan. Hvað eldar þú?
Nautalund.
Hversu sterka chili sósu þolir þú?
Þokkalega sterka.
Hvaða kvikmynd lýsir best lífi þínu?
Sundlaugasögur
Hvaða stjörnumerki ertu og skiptir það máli?
Ég er vatnsberi og já það skiptir máli í lok janúar.
Hvað gerirðu og hugsar um áður en þú stígur á sviðið?
Ég reyni að hugsa sem minnst og vona að þetta verði OK.
Nafn: Jón Þorleifur Steinþórsson
Ertu með gælunafn?
Jón Skuggi eða bara Skuggi
Áttu gæludýr?
Já, kött.
Ertu með húðflúr?
Nei
Hvert er besta Eurovision lagið, íslenskt eða erlent?
Waterloo
Hvaða þrjú orð lýsa þér best?
Heiðarlegur, reglusamur, traustur.
Ertu með leynivopn í keppninni?
Já en verð að halda því fyrir mig svo það sé leyni.
Það er mjög mikilvægt matarboð framundan. Hvað eldar þú?
Heimalöguð súpa með kjúkling og grænmeti
Hversu sterka chili sósu þolir þú?
Medium
Hvaða kvikmynd lýsir best lífi þínu?
The story of my life
Hvaða stjörnumerki ertu og skiptir það máli?
Meyja, en ekki dæmigerð.
Hvað gerirðu og hugsar um áður en þú stígur á sviðið?
Upphitun, tæmi hugann og nýt augnabliksins