FLYTJANDI | Diljá |
LAG OG TEXTI | Pálmi Ragnar Ásgeirsson og Diljá Pétursdóttir |
Nafn: Diljá Pétursdóttir
Ertu með gælunafn?
DP, Dilla
Áttu gæludýr?
Páfagaukinn Max
Ertu með húðflúr?
Nei
Hvert er besta Eurovision lagið, íslenskt eða erlent?
Hjartað brennur með Regínu Ósk eða Statements með Loreen. Ég gæti ekki valið á milli þótt það væri byssa við ennið á mér
Hvaða þrjú orð lýsa þér best?
Örvhent, oftast stundvís
Ertu með leynivopn í keppninni?
Allir klukkutímarnir sem ég hef nýtt í gegnum æviár mín á YouTube að skoða Eurovision myndbönd
Það er mjög mikilvægt matarboð framundan. Hvað eldar þú?
Alfredo pasta
Hversu sterka chili sósu þolir þú?
Medium spicy. Stay humble.
Hvaða kvikmynd lýsir best lífi þínu?
Ratatouille í ljósi þess að ég er rotta sem er góð í að elda
Hvaða stjörnumerki ertu og skiptir það máli?
Bogmaður, mér skilst að það sé fyrirtaks merki. Ég er alltaf á leiðinni að kynna mér þessi efni.
Hvað gerirðu og hugsar um áður en þú stígur á sviðið?
Ég hugsa um hvað ég er heppin að fá að gera þetta, að ég ætli að njóta þess og gefa mig alla í flutninginn.