FLYTJANDI | Benedikt |
LAG | Benedikt Gylfason og Hildur Kristín Stefánsdóttir |
ÍSLENSKUR TEXTI | Benedikt Gylfason, Hildur Kristín Stefánsdóttir og Una Torfadóttir |
ENSKUR TEXTI | Benedikt Gylfason og Hildur Kristín Stefánsdóttir |
Nafn: Benedikt
Ertu með gælunafn?
Vinir mínir kalla mig yfirleitt Benni en fjölskyldan bara Benedikt.
Áttu gæludýr?
Ég á engin gæludýr en hefur dreymt um að eiga hund í mörg ár. Langar mest í pug eða chow chow.
Ertu með húðflúr?
Nei er ekki með húðflúr. Held ég myndi bara fá massa valkvíða yfir því hvað ég ætti að fá mér.
Hvert er besta Eurovision lagið, íslenskt eða erlent?
Uppáhalds íslensku lögin mín úr Söngvakeppninni sem voru ekki valin eru Andvaka með Guðrúnu Árnýju, Hugarró með Magna og Í síðasta skipti með Friðrik Dór, en besta Eurovision lag allra tíma er samt tvímælalaust Euphoria með Loreen.
Hvaða þrjú orð lýsa þér best?
Jákvæður, traustur, listaspíra
Ertu með leynivopn í keppninni?
Krullurnar eru leynivopnið mitt - hef trú á því að þær tryggi mér a.m.k. nokkur atkvæði
Það er mjög mikilvægt matarboð framundan. Hvað eldar þú?
Ég er ekki góður kokkur - ég gæti gert fína eðlu. Bara þrjú hráefni: rjómaostur, salsa sósa (mild) og rifinn ostur og svo skella því í ofninn. Svo bara vera með nóg af tortilla chips. Þetta rýkur allavega út eins og heitar lummur á öllum spilakvöldum!
Hversu sterka chili sósu þolir þú?
Ég vel alltaf mildasta valmöguleikann þegar kemur að chili. Er hræðilega lélegur með sterkan mat.
Hvaða kvikmynd lýsir best lífi þínu?
Ég verð eiginlega að segja Billy Elliot. Strákurinn frá smábænum sem flytur í borgina til að elta draumana sína - á bæði við þegar ég flutti til Osló að læra ballett eins og Billy gerði en líka núna þegar ég flyt frá litla Íslandi til Bandaríkjanna að læra í Berklee College of Music.
Hvaða stjörnumerki ertu og skiptir það máli?
Ég er naut og mjög sáttur við það. Þau eru oft sögð vera þrjósk og ég tengi við það - ég gefst ekki auðveldlega upp. Svo er líka talað um að þau séu trygg sem ég tel að lýsi mér ágætlega.
Hvað gerirðu og hugsar um áður en þú stígur á sviðið?
Ég drekk smá vatn til að vera ekki þurr í munninum og hálsinum. Ég segi við sjálfan mig að það séu allir í salnum með mér í liði og loks að ég ætli að hafa gaman og brosa á sviðinu.