
Vigdís á tímamótum
Heimildarmynd um Vigdísi Finnbogadóttur, þáverandi forseta Íslands, sem gerð var fyrir Sjónvarpið árið 1996. Rætt var við Vigdísi stuttu áður en hún lét af embætti eftir sextán ára farsælt starf á Bessastöðum. Umsjón: Ólöf Rún Skúladóttir. Dagskrárgerð: Jón Egill Bergþórsson.