(V)ertu úlfur? - samtal um geðheilbrigði utan hringsins

Frumsýnt

20. sept. 2021

Aðgengilegt til

22. apríl 2025
(V)ertu úlfur? - samtal um geðheilbrigði utan hringsins

(V)ertu úlfur? - samtal um geðheilbrigði utan hringsins

Þjóðleikhúsið, Geðhjálp, Hlutverkasetur, Geðlæknafélag Íslands og heilbrigðisráðuneytið standa fyrir samtali um geðheilbrigði á Stóra sviði Þjóðleikhússins í tengslum við hina geysivinsælu leiksýningu Vertu úlfur.

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, ávarpar samkomuna og meðal þeirra sem koma fram eru Unnur Ösp Stefánsdóttir leikstjóri, Björn Thors leikari, Reynir Einarsson formaður Geðlæknafélags Íslands og yfirlæknir geðheilsusviðs á Reykjalundi, Elín Atim klæðskeri, Björn Hjálmarsson sérfræðilæknir á barna- og unglingageðdeild Landspítalans og Héðinn Unnsteinsson formaður Geðhjálpar og höfundur bókarinnar Vertu úlfur. Stjórn útsendingar: Helgi Jóhannesson.

,