Útsvar 2007-2008

Akureyri - Fjallabyggð

Í þessum þætti keppa Akureyri og Fjallabyggð. Fyrir hönd Akureyrar keppa Jón Pálmi Óskarsson læknir, Erlingur Sigurðarson íslenskufræðingur og Arnbjörg Hlíf Valsdóttir leikkona. Fyrir Fjallabyggð keppa Inga Eiríksdóttir kennari á Ólafsfirði, Þórarinn Hannesson íþróttakennari á Siglufirði og Guðmundur Ólafsson leikari ættaður frá Ólafsfirði.

Frumsýnt

17. ágúst 2018

Aðgengilegt til

16. jan. 2025
Útsvar 2007-2008

Útsvar 2007-2008

Í fyrstu þáttaröð Útsvars frá vetrinum 2007-2008 keppa 24 stærstu bæjarfélög landsins sín á milli í skemmtilegum spurningaleik. Umsjónarmenn eru Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir. Dómari og spurningahöfundur er Ólafur Bjarni Guðnason. Útsendingu stjórnar Helgi Jóhannesson.

Þættir

,