Út í geim
Upp i det blå
Sænsk fjölskyldumynd frá 2016. Pottan er átta ára og á leiðinni í sumarbúðir. Fyrir mistök er hún skilin eftir við endurvinnslustöð úti í sveit með býsna furðulegum starfsmönnum. Þeir ákveða að hugsa um Pottan um sinn og fyrr en varir uppgötvar hún leyndarmál þeirra. Á bak við háar girðingar endurvinnslunnar smíða þeir geimfar. Leikstjóri: Petter Lennstrand. Aðalhlutverk: Mira Forsell, Ida Engvoll og Eric Ericson.