
Upptakturinn
Upptaka frá tónleikum þar sem flutt voru tónverk samin fyrir Upptaktinn, tónsköpunarverðlaun barna og ungmenna. Með Upptaktinum fá börn í 5. til 10. bekk tækifæri til að semja tónlist og vinna úr hugmyndum sínum með aðstoð tónlistarnema við Listaháskóla Íslands og starfandi tónlistarfólks. Tónleikarnir fóru fram í Hörpu í apríl 2025. Dagskrárgerð: Guðný Ósk Karlsdóttir. Stjórn upptöku: Helgi Jóhannesson.