Undir trénu
Íslensk kvikmynd frá 2017 um gamalt tré og forræðisdeilu. Atli skilur við konuna sína og stendur í harðri forræðisdeilu. Á sama tíma berjast foreldrar hans fyrir því að gamalt tré sem skyggir á pallinn þeirra verði fellt. Deilurnar setja mark sitt á líf Atla og dularfullir hlutir taka að gerast. Leikstjórn: Hafsteinn G. Sigurðsson. Leikarar: Steinþór Hróar Steinþórsson, Edda Björgvinsdóttir, Sigurður Sigurjónsson, Þorsteinn Bachmann, Selma Björnsdóttir og Lára Jóhanna Jónsdóttir. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi ungra barna.