Svarta gengið
Íslensk heimildarmynd um Þorbjörn Pétursson, fjárbónda og einsetumann sem þurfti að bregða búi vegna veikinda og neyddist í kjölfarið til að fella allt sauðfé sitt. Þar á meðal var fjárhópur sem Þorbjörn hafði alið sérstaklega og kallaði Svarta gengið. Hann ákvað að heiðra minningu Svarta gengisins með þeim hætti sem honum þótti við hæfi og jarðsetja það heima í stað þess að senda það til slátrunar. Dagskrárgerð: Kári G. Schram. Framleiðsla: Moment Films.