Öldin okkar - Hundur í óskilum
Í Sögu þjóðar fóru þeir félagar Eiríkur Stephensen og Hjörleifur Hjartarson á hundavaði í gegnum Íslandssöguna en skildu eftir smábút frá aldamótum 2000 fram á þennan dag. Í Öldinni okkar ljúka þeir verkinu með því að spóla í gegnum samtímasöguna í tali og tónum, ris og fall fjármálakerfisins og ýmsa gjörninga sem sett hafa svip á hina viðburðaríku 21. öld á Íslandi. Dagskrárgerð: Björn Emilsson.