Kona fer í stríð
Íslensk kvikmynd í leikstjórn Benedikts Erlingssonar. Kórstjóri á fimmtugsaldri ákveður að bjarga heiminum og segir stóriðju í landinu stríð á hendur. Hún gerist skemmdarverkamaður og er tilbúin að fórna öllu fyrir móður jörð og hálendi Íslands. En þegar munaðarlaus stúlka frá Úkraínu stígur inn í líf hennar verður hún að gera upp við sig hvort sé henni mikilvægara, að bjarga einu barni eða bjarga heiminum. Leikstjóri: Benedikt Erlingsson. Aðalhlutverk: Halldóra Geirharðsdóttir, Jóhann Sigurðarson og Jörundur Ragnarsson. Myndin er sýnd á sama tíma á RÚV 2 með enskum texta.