Höfnun konungs
Kongens Nei
Norsk kvikmynd frá 2016 í leikstjórn Eriks Poppe. Árið 1940 tekst Þjóðverjum að hernema Ósló og aðrar helstu borgir Noregs. Hákon VII Noregskonungur flýr til norðurhluta landsins á meðan Þjóðverjar reyna að koma leppstjórn Vidkuns Quisling til valda. Framtíð Noregs er í höndum konungsins sem þarf annaðhvort að samþykkja hernám Þjóðverja eða standa með bandamönnum. Aðalhlutverk: Jesper Christensen, Anders Baasmo og Karl Markovics. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.