Hljóða nótt
Silent Night
Hrollvekjandi gamanmynd frá 2021 með Keiru Knightley í aðalhlutverki. Hjónin Simon og Nell bjóða fjölskyldu og vinum í glæsilegt jólaboð. Boðið virðist fullkomið að öllu leyti þar til í ljós kemur að allir munu deyja. Leikstjóri: Camille Griffin. Önnur hlutverk: Matthew Goode, Roman Griffin Davis og Lily-Rose Depp. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.