
Hemingway: Fjögur brúðkaup og jarðarför
Ernest Hemingway, quatre mariages et un enterrement
Frönsk heimildarmynd um bandaríska rithöfundinn Ernest Hemingway og samband hans við eiginkonur sínar fjórar. Í gegnum hjónaböndin fáum við innsýn í fjögur tímabil í lífi Hemingways, fyrst í París á þriðja áratug 20. aldar, svo Flórída á fjórða áratugnum, aftur til Evrópu á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar og loksKúbu á sjötta áratugnum.