Gulli byggir

Þáttur 5 af 6

Íbúar hússins gefast upp á því grafa fyrir lögnum fyrir utan hús og jarðvegsverktakarnir mæta á svæðið með gröfur og græjur til hægt verði leggja nýjar lagnir. Starfsmenn Orkuveitu Reykjavíkur mæta á svæðið og tengja nýtt rafmagn, heitt og kalt vatn og ljósin eru kveikt á í kjallaranum. Maggi múr mætir á svæðið og kennir okkur handtökin við leggja flísar og Ómar Gunnarsson efnaverkfræðingur mælir með því kjallarainn verði kalkaður. er hafist handa við sparsla, pússa, mála og kalka. Gulli hefur gleymt láta húseiganda sækja um byggingaleyfi og þarf mæta á teppið hjá Magnúsi Sædal byggingafulltrúa Reykjavíkurborgar.

Frumsýnt

1. ágúst 2011

Aðgengilegt til

25. sept. 2024
Eingöngu aðgengilegt á Íslandi
Aðgengilegt eingöngu á Íslandi
Gulli byggir

Gulli byggir

Þáttaröð þar sem Gunnlaugur Helgason húsasmiður leiðir áhorfendur í allan sannleika um hver fyrstu skrefin eru þegar taka á húsnæði í gegn. Gulli hefur verið fengin til þess koma lagi á kjallara í 65 ára gömlu húsi í Reykjavík. Óþefur og ýmis konar skordýr hafa hrjáð þá sem kjallarinn hefur hýst um nokkurn tíma og greinilegt er húsið er komið á tíma. Undir leiðsögn Gulla og fagmanna á hverju sviði vinna íbúar og eigendur húsnæðisins, ásamt vinum og ættingjum breytingunum. Dagskrárgerð: Hrafnhildur Gunnarsdóttir. Framleiðandi: Krummafilms.

,