Guðrún Á. Símonar
Dagskrá um Guðrúnu Á. Símonar söngkonu sem var einn af mestu listamönnum þjóðarinnar um sína daga. Hún var vel menntuð í tónlist, jafnvíg á óperur og dægurtónlist, fyndin og frökk en innst inni feimin og hlý manneskja. Hún segir frá sjálfri sér, tónlistinni og köttunum sínum í viðtalsþáttum frá ýmsum tímum og syngur lög af ýmsu tagi. Umsjón og dagskrárgerð: Andrés Indriðason.