Flótti í tunglskini
Moonrise Kingdom
Kvikmynd frá árinu 2012 í leikstjórn Wes Andersons sem segir frá kærustuparinu Sam og Suzy sem eru 12 ára og ákveða að flýja að heiman. Á sama tíma nálgast hættulegur stormur og leitarhópur, sem samanstendur af ansi litríkum karakterum, er sendur af stað til þess að leita að parinu. Aðalhlutverk: Jared Gilman, Kara Hayward, Bruce Willis, Bill Murray og Edward Norton. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.