Fálkar
Kvikmynd frá 2002 eftir Friðrik Þór Friðriksson eftir handriti hans og Einars Kárasonar. Simon kemur til Íslands til að fyrirfara sér en áður en til þess kemur hittir hann hina heillandi Dúu. Eftir að hún kemst upp á kant við lögin flýja þau Simon úr landi með íslenskan fálka í farteskinu. Aðalhlutverk leika Keith Carradine, Margrét Vilhjálmsdóttir og Ingvar E. Sigurðsson. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.