Eldhaf
Deepwater Horizon
Sannsöguleg kvikmynd frá 2016 í leikstjórn Peters Berg. Árið 2010 sprakk olíuborpallurinn Deepwater Horizon sem staðsettur var á bandarísku hafsvæði í Mexíkóflóa. Myndin fjallar um starfsfólk borpallsins í aðdraganda sprengingarinnar sem olli einu mesta mengunarslysi í bandarískri sögu. Aðalhlutverk: Mark Wahlberg, Kurt Russell og Douglas M. Griffin. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.