Ég gafst ekki upp
Þetta er saga 22 ára gamallar stúlku, Heiðu Dísar, sem barðist hetjulega við krabbamein. Haustið 2011 var Heiðu sagt að hún ætti aðeins eitt ár eftir ólifað en því neitaði hún að trúa og sneri lífi sínu upp í einstaka jákvæðni og gleði svo eftir var tekið. Fylgst er með fjórum síðustu mánuðum í lífi Heiðu Dísar. Kvikmynd eftir Egil Eðvarðsson og Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur.