
Ég er nefnilega svo aldeilis yfirgengilega magnaður að lifa
Heimildamynd frá 1996 um lífskúnstnerinn og listmálarann Stefán Jónsson Stórval frá Möðrudal sem lést 30. júlí 1995.
Í myndinni er slegist í för með Stefáni á æskuslóðir hans á Austurlandi og komið víða við. Stefáni hafði verið boðið að halda málverkasýningu á menningardögum á Vopnafirði og í ferðinni málaði hann sínar síðustu myndir af eftirlætisviðfangsefni sínu, Herðubreið. Dagskrárgerð: Egill Eðvarðsson.