Dansað í gegnum lífið
Finding Your Feet
Bresk gamanmynd frá 2017 í leikstjórn Richards Loncraine. Þegar Sandra Abbot kemst að því að eiginmaður hennar til 35 ára hefur verið að halda við bestu vinkonu hennar, flýr hún til eldri systur sinnar, Bif. Bif lumar á ýmsum ráðum til að hressa Söndru við en þar sem systurnar eru mjög ólíkar þarf Sandra að stíga langt út fyrir þægindarammann sinn. Aðalhlutverk: Imelda Staunton, Celia Imrie, Timothy Spall og Joanna Lumley.