
Blindblettur
Blindsone
Norsk kvikmynd frá 2018 um konu sem kemst að því að geðræn vandamál dóttur hennar eru mun alvarlegri en hún gerði sér grein fyrir. Í kjölfarið reynir hún eftir bestu getu að skilja líðan hennar. Myndin er tekin upp í einni samfelldri töku. Leikstjóri: Tuva Novotny. Aðalhlutverk: Pia Tjelta, Anders Baasmo og Per Frisch. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.