Andri og Edda búa til leikhús
Dönsk fjölskyldumynd frá 2017. Eftir að hafa farið í leikhús með leikskólanum langar Andra og Eddu að búa til sína eigin leiksýningu, sem þau og gera. Myndin er talsett á íslensku. Aðalhlutverk: Markus Tønseth, Janne Formoe og Anna Celine Bredal. Leikstjórar: Aurora Gossé og Arne Lindtner Næss.