Tekið er á móti góðum gestum í sjónvarpssal, slegið á létta strengi, stiginn dans og sungið. Hljómsveit: Ásgeir Óskarsson, Finnbogi Kjartansson, Magnús Kjartansson og Vilhjálmur Guðjónsson. Dagskrárgerð: Egill Eðvarðsson. Umsjónarmaður: Hermann Gunnarsson.

Breskir þættir þar sem fylgst er með ítalska sjónvarpskokkinum Gino D'Acampo kanna faldar perlur Suður-Ítalíu með fjölskyldu sinni.

Þættir frá 2011-2012 þar sem fjallað er um leiksýningar, kvikmyndir, heimildamyndir, stuttmyndir og leikna sjónvarpsþætti. Leikmyndir, lýsing, hljóð og brellur kvikmynda og leikhúsa eru skoðuð og fylgst með framleiðslu einstakra kvikmyndaverka. Rýnt er í myndlist með upplýsandi og gagnrýnum hætti, nýjar leiksýningar fá ítarlega umfjöllun og gagnrýni og farið yfir feril einstakra listamanna.
Umsjónarmenn eru Þórhallur Gunnarsson, Sigríður Pétursdóttir, Vera Sölvadóttir og Guðmundur Oddur Magnússon. Dagskrárgerð: Guðmundur Atli Pétursson.

Þættir frá árunum 1989-1990 í umsjón Jóns Gunnars Grjetarssonar. Kynntar eru helstu gönguleiðir á þeim stöðum sem heimsóttir eru. Stjórn upptöku: Björn Emilsson.

Tónlistarþættir frá árunum 1986-1987. Kynnir: Jón Gústafsson. Stjórn upptöku: Björn Emilsson.

Fróðlegir skemmtiþættir þar sem Sigtryggur Baldursson fjallar um örnefni á Íslandi frá ýmsum sjónarhornum. Dagskrárgerð: Guðlaugur Maggi Einarsson.


Litlu lundasystkinin Úna og Bubbi búa á eyjunni Lundakletti. Þau lenda sífellt í nýjum ævintýrum með vinum sínum.

Lærið um tölustafina með Tölukubbunum!

Nokkrir kunnulegir og ókunnulegir fiskar kynna sig fyrir áhorfendum.

Hinrik hittir einhvern nýjan á hverjum degi og lendir í ótrúlegustu uppákomum.

Rán er ung og hress stelpa sem styttir sér stundir með ímynduðu vinkonu sinni. En hún Rún virðist raunverulegri en flestir.

Tillý býr í gulu húsi með fimm góðum vinum. Krókódíl, svíni, hænu, fíl og kanínu. Þau sýna og sanna að vináttan er það besta í heimi.

Daglegt líf Hælbein fjölskyldunnar gengur sinn vanagang. Hins vegar er enginn dagur eins þegar Blæja og Bára eiga í hlut.
Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
Krakkafréttir dagsins: 1. Flóaskóli vann Skólahreysti 2. Krummar á Brekkuborg 3. Stjörnu-Sævar: Norðurljós
Umsjón: Gunnar Hrafn Kristjánsson

Íslensk tónlistarmyndbönd.

Íþróttafréttir.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Kjósendur á landsbyggðinni hafa sterka skoðun á forsetaframbjóðendum og þeirra stefnumálum. Rætt við nokkra þeirra um baráttuna að baki og kosningarnar næstu helgi. Doktor Mads Gilbert bráða- og svæfingalæknir á Gaza gagnrýnir harðlega skort á viðbragði alþjóðasamfélagsins við hörmungum á svæðinu og lýsir reynslu sinni þaðan. Nýverið opnaði yfirlitssýning sem spannar 60 ára feril Hauks Halldórssonar listamanns. Hann er skúlptúristi, málari, hönnuður og höfundur Útvegsspilsins og gegnum verk hans liggur þráður þjóð- og goðsagna.

Finnskir dramaþættir frá 2023 um fólk á miðjum aldri sem fæst við afleiðingar breytingaskeiðsins og foreldrahlutverkið sem engan enda virðist taka. Elena er miðaldra kvensjúkdómalæknir sem á í ástarsambandi við þunglynda sálfræðinginn Patrik. Sambandið virðist dauðadæmt frá upphafi en tekst ástinni að sigra að lokum? Aðalhlutverk: Karoliina Blackburn, Robin Svartström og Eino Kantee. Leikstjóri: Johanna Vuoksenmaa. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Valgeir Örn Ragnarsson og Bergsteinn Sigurðsson fá til sín gesti til að kryfja með sér atburði liðinnar viku og pólitískt landslag hverju sinni.
Forsetakosningar eru eftir örfáa daga og baráttan farin að harðna, frambjóðendur farnir að ganga lengra í yfirlýsingum og athugasemdir stuðningsfólks þeirra orðnar hatrammari. Við spáum í spilin á lokametrum kosningabaráttunnar með Halldóri Baldurssyni, skopmyndateiknara, Elísabetu Jökulsdóttur, skáldi og fyrrverandi forsetaframbjóðanda, Þórarni Hjartarsyni, umsjónarmanni hlaðvarpsins Ein pæling, og Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur, stofnanda Kara Connect og fyrrverandi borgarfulltrúa.

Rússnesk kvikmynd frá 1977 í leikstjórn Larisu Shepitko. Tveir sovéskir hermenn halda í leiðangur í leit að mat handa sveltandi hersveit sinni. Verkefnið tekur bæði á líkama og sál þar sem þeir glíma við vetrarkuldann og þýska herinn. Aðalhlutverk: Boris Plotnikov, Vladimir Gostyukhin og Sergey Yakolev. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
Krakkafréttir dagsins: 1. Flóaskóli vann Skólahreysti 2. Krummar á Brekkuborg 3. Stjörnu-Sævar: Norðurljós
Umsjón: Gunnar Hrafn Kristjánsson