13:35
Kastljós
Rauðar veðurviðvaranir um mest allt land
KastljósKastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Ofsaveður gengur yfir landið og hefur sett allt samfélagið á hliðina. Mörgum skólum og fyrirtækjum var lokað snemma og stefnuræðu forsætisráðherra, sem átti að fara fram í kvöld, var frestað.

Við byrjum norður á Siglufirði og ræðum við viðbragðsaðila þar. Í framhaldinu förum við yfir málið með Birtu Líf Kristinsdóttur, veðurfræðingi, og Björk Viðarsdóttur, framkvæmdastjóra þjónustusviðs hjá TM tryggingum.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 17 mín.
e
Endursýnt.
Dagskrárliður er textaður.
,